Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 255
Skírnir
Ritfregnir
249
honum opnast nú til fulls, þegar hann kemur til Hafnar. Ekki falla
honum í geð danskar bókmenntir, en hér eru á boðstólum bókmenntir
stórþjóðanna, og drekkur hann þær í sig. Þýzku klassísku skáldin eru
honum þegar kunn; nú les hann mikið á frönsku og er býsna vel heima
í verlcum franskra skálda, en langmest þykir honum þó vert um enskar
bókmenntir og enska menning. Oftast koma fyrir nöfnin Valtari, þ. e.
Walter Scott, og Byron, og byrjaður er hann að kynnast Shakespeare
nokkru nánar. Gaman er að sjá, hve fljótt hann finnur á sér, hvilíkt skáld
Shelley muni vera, en ekki þekkir hann hann mikið, þegar þetta er. Mest
er hann gagntekinn af Byron, og kemur þar margt til. Auk þess sem
hann dáir sjálfan skáldskapinn, finnur hann til skyldleika við bölsýni
Byrons, en allra mest við uppreisnaranda og frelsishug hans. Nú fór
frelsishræring um álfuna 1848, og sýnir dagbókin vel, hve gagntekinn hinn
ungi menntamaður var og hversu hann svalg allar fréttir, ræður mikils-
háttar manna og ritgerðir og reyndi að mynda sér réttar skoðanir um
hvað eina. Grundvöllur rikjanna eru þjóðirnar; löndin eiga að takmarkast
af útbreiðslu tungu og þjóðernis; hann er því af heilum hug með undir-
okuðurn þjóðum og þjóðabrotum. Innan lands er þjóðfrelsi og pólitisk rétt-
indi markmiðið. Sumstaðar má sjá, að hann veltir fyrir sér, hvort meira
skuli meta frelsi eða jöfnuð. Það er óvenju-heillandi að sjá, hversu allt
þetta orkar á þenna unga huga.
Framan við bókina sjálfa er skemmtilegur inngangur um Gísla eftir
útgefandann, en að lokum næsta nauðsynleg nafnaskrá. Hafi hinn ungi
fraiðimaður þökk fyrir þetta verk.
E. Ö. S.
Þorgils saga ok Hafliða, edited by Ursula Brown. Oxford University
Press, Geoffrey Cumberlege. 1952. [Oxford English Monographs.]
1 þessu sama safni hefur áður birzt íslenzk fornsaga, Víga-Glúmssaga,
sem G. Turville-Petre gaf út, ágætt verk, eins og mörgum er kunnugt.
Ilefst það á löngum inngangskafla, sem fjallar bæði um söguleg og bók-
menntaleg efni varðandi þá sögu; þá kemur næst texti hennar og síðan
ýtarlegar skýringar og loks nafnaskrá. Að prenti til er útgáfan smekklega
úr garði gerð.
Sú bók, sem hér er til umræðu, er með sama sniði og hin fyrri. tJtgáf-
una annast ung ensk fræðikona, sem numið hefur hjá Turville-Petre, og
er bókin bæði nemanda og kennara til sóma.
I inngangskafla er fjallað um aldur og uppruna, heimildir og handrit
sögunnar; er sá kafli einkar læsilegur. Mikil rækt er lögð við tímasetn-
ingu sögunnar, og þykir mér rétt að minnast á það ögn nánar síðar.
Svo sem mörgum er kunnugt, er hið merkilega sagnarit Sturlunga síður
en svo vel varðveitt. Á 17. öld voru af henni til tvær skinnbækur, sem
nefndar hafa verið Króksfjarðarbók og Reykjarfjarðarbók; af hinni fyrri
eru nú til 110 af eitthvað 139 blöðum, en af hinni síðari 30 af svo sem