Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 256
250
Ritfregnir
Skírnir
180. Það er til bóta um Reykjarfjarðarbók, að Björn á Skarðsá skrifaði hana
upp mjög sómasamlega; það eftirrit er nú glatað, en eftir því voru skrifuð
handrit, sem nú eru til. Eitt hið merkasta þeirra var skrifað í Odda á
Rangárvöllum 1696, og er það nú í British Museum í Lundúnum (Br).
Guðbrandur Vigfússon, sem svo víða ruddi brautir í íslenzkum útgáfum,
benti fyrstur á gildi þess og notaði það í útgáfu sinni af Sturlungu, en
hann var fljótvirkari en skyldi. Kálund átti ekki kost á að nota það til
hlítar í sinni útgáfu. Miss Brown hefur nú tekið sér fyrir hendur að
prenta nákvæman texta þessa handrits, en orðamunur úr öðrum handrit-
um þessa flokks er prentaður neðanmáls, þegar þess þótti þörf vegna Br-
textans. Er þetta allt góðra gjalda vert.
Að loknum texta eru skýringar bæði á atriðum máls og efnis. Hér
nýtur útgefandi vitanlega skýringa fyrri manna (þar eru tilvitnanir og
menningarsögulegar athugasemdir Halldórs Hermannssonar mjög mikils
verðar), en skýringar hennar sýna furðu-víðtæka þekkingu þessarar ungu
fræðikonu í íslenzkum fræðum. Það mun varla þykja neitt undrunarvert,
þótt þar sé eitt og annað, sem ég get ekki verið sammála. Skal ég nefna
fáein atriði. Of ríkt þykir mér að orði kveðið á 47. bls., þegar segir, að
fyrsta málfræðiritgerðin hljóti að vera yngri en frá dögum Halls Teits-
sonar (sbr. Arkiv f. n. fil. 53, 109 o. áfr.; Norsk tidsskr. f. sprogvidensk.
9, 352 o. áfr.). — Bls. 48 er kveðið svo að orði sem Strandir og Horn-
strandir sé hið sama. — Bls. 52 segir, að lögsögumannsembætti héldist
allt til 1800, en svo mikill munur er á starfi lögsögumanna á þjóðveldis-
öld og lögmanna siðar, að það verður ekki með réttu talið sama embættið.
— Bls. 59—60, 68, bekkjar, les bekkir. —■ Bls. 60. Loö er ekki til sem
sjálfstætt orð, aðeins í samsetningum. —■ Bls. 64. Um viðurnefnið fjöru-
skeifr má benda á grein M. Olsens í Maal og minne, 1930, 146—7. — Bls.
74. Geta má þess, að korn hefur verið ræktað á íslandi á siðustu áratugum
(Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum o. fl.). — BIs. 18 í texta stendur
‘liðmannakonungi’ og tilsvarandi í athugasemd, 75. bls.; í útgáfu Kalunds
stendur ‘liðs-’ og enginn orðamunur. —- Bls. 75. ‘Sverri konungr’ les
‘Sverrir . . .’ eða ‘Sverri konungi’. — Bls. 82. Hæpið verður það að teljast,
að þingheimur hafi staðið í Almannagjá, þegar hann hlýddi á ræðumenn
á Lögbergi. — Bls. 87. ‘Bláskógaheið’ les ‘Bláskógaheiðr’. — Bls. 91. Erfitt
á ég að sætta mig við að taka ‘vegs um merki’ fram yfir ‘verks um merki’.
—• Bls. 94. Mér þykir rétt að geta þess hér, að próf. Knut Liestöl benti
mér á það í bréfi, eftir að hann las skýringu Magnúsar Jónssonar á orð-
tækinu ‘þar reis at undir króki’, að í ensku væri til orðalagið ‘rise at’ um
fisk, sem kemur upp til að gína yfir beitu (sjá OED VIII 710). — Orð-
færi í Þorgils sögu er stundum einkennilegt og ekki alveg auðskilið, en ég
held, að stundum hefði verið hægt að ákveða merkingu nánar en útg.
hefur gert, velja milli merkinga o. s. frv. — Eins og lesandi sér, eru ann-
markar þeir, sem nú hafa verið nefndir, ekki veigamiklir, enda verða