Skírnir - 01.01.1952, Síða 258
252
Ritfregnir
Skírnir
öldungis víst. Ætla má, að Sverrir sé orðinn konungur, þegar honum var
sögð sagan, en það varð hann é Eyrarþingi 1177. I þátíðinni var
skemmt og kalláSi felst svo, að nokkuð er liðið frá því, er sagan var sögð
Sverri, segjum 5 ár, eða 10, eða 20, eða 30 . . . Hvort Sverrir er lifs eða
liðinn, þegar þetta er ritað, er alveg óvíst.
Tæpt held ég það standi, að greina megi áhrif nokkurra 13. aldar rita
í sögunni, og er það einkennilegt. Og þegar kemur til hinna huglægari
aldursmerkja, svo sem frásagnarháttar, anda og þess konar, þá má áreiðan-
lega túlka þau á fleiri vegu en einn. Ég skal t. d. játa, að mér finnst
alltaf eitthvað fornlegt í stílnum, eitthvað frá tímanum áður en sagna-
stíllinn öðlaðist klassíska fullkomnun; og eitthvað 12. aldarlegt í anda
sögunnar. En hvers virði er slik tilfirming?
En eftir er ek höfundarins (at því sem mik minnir, 30. kap.). Sjálfsagt
er unnt að snúa því svo fyrir sér, að það sé lítilsvert, en á hinu er enginn
efi, hvernig eðlilegast er að skilja það. Og þann skilning á að leggja til
grundvallar í úlrauninni að tímasetja söguna. Samræmist hann illa hinum
fjölmörgu smáatriðum í frásögninni? Sjálfsagt má finna höfundar-eÆ í
ritum eftir 1200, en í heild sinni held ég óhætt sé að kalla það 12. aldar
ritvenju.
Enn eitt smáatriði skal ég nefna. Lítið eitt af Þorgils s. er varðveitt í
Króksfjarðarbók eða rúmlega 8 bls. í útg. KSlunds. Á þeim bls. hef ég
fundið 10 dæmi um forsetninguna of, þar sem menn mundu síðar hafa
ritað um. Til samanburðar má nefna, að á 66 bls. Sturlusögu (sem varð-
veittar eru í K) fann ég 31 dæmi; svipað var hlutfallið milli blaðsíðna
og dæma í Guðmundar s. dýra og í Hrafns sögu. I yngri sögunum í
Sturlungu fann ég um í stað of. Vera má, að mér hafi yfirsézt í talningu,
en þegar þess er gætt, að flest þessi rit eru úr sama landshluta, svo að
mállýzkumunur kemur varla til greina, og í sama handritinu, þá sýnist
mér þetta athyglisvert og verðskulda nánari rannsókn.
Ég hef nú gert nokkra grein fyrir því, hvers vegna ég hef ekki getað
treyst meginstoðunum undir hina ungu timasetningu Þorgils s., og tæpt
lítið eitt á atriðum, sem mæla með nokkuð miklum aldri hennar. En vel
er mér ljóst, að ég hef engan veginn gert því efni full skil.
E. Ö. S.
Einar Benediktsson: Laust mál. Steingrímur J. Þorsteinsson bjó til
prentunar. Reykjavik 1952. — 2 bindi; 762 bls.
Einar Benediktsson stendur þjóðinni fyrir hugskotssjónum sem höfuð-
skáld hennar á fyrstu áratugum þessarar aldar. Mönnum er tamt að
gleyma (og mörgum mun ókunnugt um), að ljóðagerð hans var ekki nema
einn þáttur, sá merkasti að visu, í ævistarfi þessa mikilfenglega manns.
Einar Benediktsson gerðist ungur umsvifamikill í stjórnmálum. Hann
gekk fyrir skjöldu gegn Valtýskunni svonefndu í lok síðustu aldar, varð