Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 259
Skírnir
Ritfregnir
253
skömmu síðar aðalstofnandi Landvarnarflokksins (1902), og enn kom hann
til skjnlanna fyrir kosningar 1914 og vakti menn til baráttu í stjórnar-
skrármálinu; mun það tiltæki hans hafa haft mikil áhrif á úrslit þeirra
kosninga. Einar sat aldrei á þingi, en hafði þó óhrif á gang stjórnarskrár-
málsins mörgum þingmönnum fremur. Hann hefði ekki getað sinnt smá-
munalegu puði hinna æfðu stjórnmálamanna, en við þáttaskil í sjálfstæðis-
baráttunni þeytti hann lúður sinn, vakti af svefni. Hann gerðist brautryðj-
andi nútímablaðamennsku, gaf út og stýrði fyrsta dagblaði á Islandi.
Hann barðist fyrir umbótum í anda jafnaðarstefnunnar. Hann dreymdi
stórkostlega drauma um hagnýting auðlinda landsins; þar skyldi hann
vera sjálfur i fararbroddi, hann sigldi mikinn og að lokum til brots. Af
þessu má skilja, að Einar Benediktsson þurfti oftar að stinga niður penna
heldur en þegar hann letraði ljóð sin. Ritger'Satal aftast í þessu úrvali
sýnir, að það hefur verið ærið oft.
1 þessu safni kennir margra grasa, og er ekki í það valið eftir fagur-
fræðilegu mati eingöngu, heldur kostað kapps um, að bókin varpi birtu
á sem flesta þætti í ævistarfi Einars Benediktssonar. Otgefandi hefur
skipað efninu í flokka, en innan hvers flokks er raðað í réttri tímaröð.
Fyrsti kaflinn heitir Sögur og svipmyndir (bls. 17—221). Þar eru tvær
smásögur, upphaf ólokinnar skáldsögu og úrval smágreina, er Einar ritaði
í blöð sín, Dagskrá og ÞióSstefnu (3 greinarnar eru prentaðar annars
staðar). Greinar þessar voru alger nýjung í blaðamennsku hér á landi,
smámyndir úr daglegu lifi færðar í skáldlegan búning og margar gerðar
af frábærum hagleik og nærfærni. Fyrir kemur, að tilgangurinn er annar
og meiri en að sýna iþrótt höfundarins. Þessi riss sýna, hversu glöggt og
skyggnt auga skáldsins er á náttúruna og mannlifið, hvað hann sér og
hefur upp í fagran skáldskap, þegar aðrir greina ekki neitt.
Næst er kaflinn Skáld og þjóömenntir (bls. 223—338). Þar er meðal
annars greinaflokkur úr Þjóðólfi og Dagskrá 1895—1897 um nokkur ís-
lenzk samtímaskáld, ritaður af skarpskyggni og oftast af sanngirni. Skiln-
ingur Einars á Grími Thomsen t. d. stingur mjög í stúf við dóma ýmissa
samtíðarmanna hans.
Þá eru 4 ritgerðir, sem útgefandi nefnir Saga og þjóSarframi (bls. 345
—378), m. a. um mannvirki eftir frumbyggja Islands, er Einar Benedikts-
son taldi, að hefðu haft hér bólfestu, áður en landið byggðist á dögum
Haralds hárfagra. Um þessa frumbyggja Islands hefur hann ritað sérstaka
bók, Thules beboere, Kristiania 1918. Þá er og ritgerð um réttarstöðu
Grænlands, en málefni Grænlands voru Einari mjög hugstæð; ritaði hann
fjölda greina um það efni og kom sér upp fágætu safni bóka og ritgerða
um Grænland. Þær bækur eru nú í Landsbókasafni.
Næst er kaflinn ÞjóSmál og framkvœmdir. Þar kennir margra grasa.
Fyrstu ritgerðirnar eru um félagsmál (Dagskrá 1897). Skoðun sinni í
þeim efnum lýsir hann m. a. svo (bls. 402): „Jafnaðarmennskan er hin
fullkomnasta félagsskipun, sem hugsanleg er . . . En það er ekki að búast