Skírnir - 01.01.1952, Side 260
254
Ritfregnir
Skírnir
við fullkominni stjórnarskipun eða fullkominni menningu hjá neinni þjóð,
sem býr í óyrktu landi, og þess vegna á það mjög langt í land, að algerð
jafnaðarmennska komist á hér á Islandi í neinni grein.“ Einar hvetur til
stofnunar verkamannafélaga, skrifar um auð og arð, atvinnuleysi, atvinnu-
vegi og stjórnarfar. Hann ræðst á þurfamannalöggjöfina og það mannúð-
arleysi, sem oft og tíðum var beitt í framkvæmd þessara laga. Löngu
síðar, og eftir að hann er horfinn frá stefnu jafnaðarmanna, ritar hann
langt mál um þetta efni og mjög í sama anda (Ingólfur 1914, Þjóðstefna
1916). Þá er ritgerð um íslenzkan fána (1897), og má segja, að Einar
Benediktsson sé frumkvöðull þess máls. Kaflar úr bæklingnum „Valtýskan
og landsréttindin" (1902) eru dæmi um vopnaburð Einars í stjórnmála-
deilum. Af þeim ritgerðum í þessum flokki, sem enn eru ónefndar, skal
einungis telja Þrjár enskar skýrslur um framfaraeflingu og gróSavegi á
fslandi.
Síðasti flokkur úrvalsins heitir HugleiSingar og heimspeki, þar sem
skáldið lýsir skoðun sinni á hinztu rökum tilverunnar. Það efni hugleiddi
Einar Benediktsson oft og mikið.
Aftan við úrvalið er Æviágrip Einars Benediktssonar og RitgerSatal,
hvort tveggja eftir útgefandann, dr. Steingrím J. Þorsteinsson prófessor.
„Ágripið" er raunar 14 arka bók (bls. 525—752).
Um ævi Einars Benediktssonar hefur ekki fyrr verið ritað til hlítar.
öll viðleitni Einars til eflingar sjálfstæðis og framfara þjóðarinnar er svo
merkileg og óvenjuleg, að nauðsyn er að vita sem gleggst skyn á því efni.
Þessi viðleitni er auk þess svo nátvinnuð skáldskap hans, að ekki verður
á milli skilið, heldur bregður hvort um sig birtu á hitt. Það er því ekki
vonum fyrr, að hafizt er handa um þetta verk.
Það er mjög bagalegt, að ekki skuli vera til frásögn Einars Benedikts-
sonar sjálfs um athafnir hans. Ýmsir, sem þar hefðu getað lagt til mála,
eru nú til grafar gengnir. En af því að próf. Steingrimur hóf þetta verk
fyrir nokkrum árum, hefur hann getað haft fréttir af mönnum, sem nú
eru látnir.
Um eitt skeið, meðan Einar Benediktsson dvaldist langdvölum erlendis
og veraldargengi hans var sem mest, var ekki meira um aðra menn rætt
hér á landi. Skáldskapur hans einn var ærið umræðuefni, en meiri tíðind-
um þótti þó sæta umsvif hans og fésæld. Um það vissi raunar enginn neitt,
nema fáir trúnaðarmenn. Þeim mun auðveldara var að gefa ímyndunar-
aflinu lausan taum. Einar Benediktsson komst á fám árum yfir meira
fé en menn vissu dæmi til um íslenzkan mann, og hann fór ekki í laun-
kofa með auðsafn sitt, gerði heldur meira úr, ef nokkuð var. Þetta þótti
ekki einleikið, og spruttu margar sögur af þessu og sumar fáránlegar.
Margir gerðust til þess að halda þessum fróðleik á loft, og það kom fyrir,
að Einar væri borinn brigzlum á prenti um þetta efni, enda voru þeir
og margir, er hann hafði troðið um tær, því að hann sást lítt fyrir, er því
var að skipta. Ekki er því að leyna, að Einar gat sjálfum sér um kennt