Skírnir - 01.01.1952, Síða 261
Skírnir
Ritfregnir
255
að nokkru leyti, þyí að óvarlega skrifar hann í skýrslum til brezkra fé-
sýslumanna, sem bárust hingað til lands og hirtar voru í blöðum (bls. 411
—438 í úrvalinu, styttar). Á hitt komu fæstir auga, sem mörgum var þó
fullkunnugt, að í öllum þessum ráðagerðum og braski, sem tíðast var
nefnt svo, átti Einar að skipta við þaulvana og glöggskyggna fésýslumenn,
sem kunnu fótum sínum forráð. Auðmenn sóttust þá mjög eftir vatns-
réttindum til stóriðju, og áætlanir, sem gerðar voru um virkjun fossa hér
á landi, voru á fullum rökum reistar og gerðar af kunnáttumönnum. En
örbirgð sú, er þjakaði heiminn eftir styrjöldina 1914—18 og framfarir í
tækni kollvörpuðu öllu þessu. En tekjur Einars stöfuðu að mestu af fast-
eignum og öðrum réttindum, sem hann hafði aflað sér og seldi útlending-
um með miklum hagnaði. Um þetta er greinagóð frásögn í ævisögunni,
svo að nii eiga menn hægara um vik að átta sig á málinu.
Próf. Steingrímur hefur lagt feikilega alúð við verk þetta og ekki talið
eftir neina fyrirhöfn. Heimildir eru mjög á dreif í blöðum og tímaritum
um 35 ára skeið, auk þess sem hafa varð tal af fjölda manns. Höfundi
hefur tekizt að safna þarna saman ótrúlega miklu efni, sem lá ekki allt á
lausu. M. a. kom við þessa eftirgrennslan í leitirnar prentað upphaf skáld-
sögu eftir Einar Benediktsson, sem ekki var áður kunnugt.
Efni þetta er auðvitað mjög fjölbreytt og sundurleitt, eins og athafnir
og áhugamál Einars Benediktssonar voru. fJr því hefur höfundurinn unnið
ágætt rit, sem hann af hógværð sinni nefnir „nokkurt staðreyndatal“.
Framsetning er ljós og skilmerkileg, og enda þótt aðdáun höfundarins á
skáldinu sé ótvíræð, eru dómar hans hóflegir og samvizkusamlega tíundað
það, sem höfundinum er kunnugt um og verða mætti til frekara skilnings.
Eftir þessa rannsókn er próf. Steingrímur orðinn svo kunnugur Einari
Benediktssyni, að mikill fengur væri í sérstöku riti frá honum um skáld-
skap Einars. Er það verk að visu ekki auðunnið, en —- eins og höfundur-
inn hefur sýnt með útgáfu þessari og ævisögu — „öll eru lostverk létt“.
Pétur Sigurðsson.
Önnur rit send Skírni:
Arkiv för nordisk filologi. 66. bandet, 67. bandet, háft 1—2. Lund. 1951
—52.
Askov Lærlinge. Ársskrift 1952. [Kolding] 1953.
Björn Sigfússon og Ölafur Hjartar: Bókasafnsrit I. Myndunar- og skrán-
ingarstörf. Afgreiðsla. Bókaval. Menntamálaráðuneytið gaf út. Rvik
1952.
British views on Norwegian-Swedish problems 1880—1895. Ed. by Paul
Knaplund. Oslo 1952. [Norsk historisk kjeldeskrift-institutt.]
Forsetakjör árið 1952. Gefið út af Hagstofu Islands. Rvik 1952. [Hag-
skýrslur Islands II, 5.]
Gulatingslovi, umsett frá gamalnorsk av Knut Robberstad. 2. útgava. Det
norske samlaget 1952. [Norrone bokverk 33.]