Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 34
240
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
og jarðar. Allt þetta segist hún hafa fengið frá föður sínum en bætir
svo við: „En hjólið sem gætir vatns lífsins skilur hann einn og eng-
inn annar.“65
Coomeraswamy segir: „Þetta sólbjarta hjól sem ver innganginn
að ódáinslandinu handan sólar er auðvitað sólin sjálf.“ I öðru riti er
sólarhjólið, sem samsvarar vitaskuld symplegades eða hnitbjörg-
um, nefnt glóandi eldhjól.66 Og hvað gæti vafurloginn, eldhringur-
inn, sem umlykur valkyrjurnar og jötnadæturnar, Gerði og Meng-
löðu, verið annað en glóandi eldhjól?67 Hetjan sem reið vafurlog-
ann öðlaðist gersemi annars heims, brúði og drykk eða yfirnátt-
úrulegt sverð, og svo auðvitað konungsríkið allt.
I gegnum miðju sólar kemst enginn nema fyrir sannleikann,
stendur í Upanishad Brahmana.68 Handan sólar er ódauðleikinn,
eilífðarlandið, veig lífsins. Er ekki í rauninni auðvelt að ímynda sér
að land handan sólar sé sólu fegra og að Gunnlöð sitji þar á gullnum
stóli og bjóði dauðlegum manni ódauðleikann? Eftir að hann hefur
upplifað dauðann í óskapnaði, og endurfæðst eins og jörðin sjálf í
Völuspá.
X
Að lokum nokkur orð um ránið: Coomeraswamy bendir á að hin
stranga gæsla var ekki sett til þess að jötnar eða réttir eigendur sætu
að fjársjóðnum einir. Þegar dýpst er skyggnst voru það eigendur
mjaðarins sjálfir sem völdu hetjuna og hjálpuðu henni oft áleiðis.
Gæslan átti að tryggja að enginn óverðugur kæmist inn því að í ríki
ódáinna mátti enginn dauðlegur koma nema hann ætti að öðlast
ódauðleikann. Og þá að undangengnum þrautum og þrengingum
sem sýndu að þeir verðskulduðu fjársjóðinn.
Frá sjónarmiði jötnanna er brottnám þeirrar gersemar sem varð-
veitt er í ódáinslandi stuldur, en frá sjónarmiði guðanna frelsun og
lausn úr álögum. I goðsögunni um rán indverska arnarins á soma er
talað um soma sem fanga er hafi verið frelsaður. Það er þó viss rétt-
læting í því fólgin, segir Coomeraswamy, þegar sagt er í ritum að í
somafórninni sé hann orðinn það sem hann sé „í raun og veru“,
þ. e. a. s. honum er aftur fórnað sjálfum sér, sjálfur guð kominn
aftur til síns heima.