Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
253
Björnsson læknir (1864-1937) þýddi og var prentuð í tímaritinu
Skírni, 1918, og svo nokkur smáljóð. Skáldið Gísli Brynjúlfsson
(1827-88) þýddi ljóðin Fear no more the heat o’ th’sun úr Cymbe-
line, IV, 2, og Take, oh take those lips away úr Measure for mea-
sure, IV, 1, og birtust þau í ljóðabók hans, sem út kom eftir hans
dag 1891; Steingrímur Thorsteinsson þýddi sonnettuna So sweet a
kiss the golden sun gives not úr Love’s Labour’s Lost, IV, 3 og
Hark, hark, the lark at heaven’sgate sings úr Cymbeline, II, 3, enn
fremur Under the greenwood tree og Blow, blow, thou winter
wind úrAs You Like It, II, 5 og 7. Þessi ljóð birti hann ásamt öðr-
um þýddum ljóðum 1877; og 1924 birtist þýðing hans á Fear no
more the heat o’th’sun úr Cymbeline. Auk þessa hefur Daníel Á.
Daníelsson læknir (f. 1902) þýtt allmargar af sonnettum Shake-
speares, og hafa þær verið fluttar í útvarp en ekki birzt á prenti enn
sem komið er.
Afskipti mín af leikritum Shakespeares hófust árið 1951, þegar
Lárus Pálsson, leikstjóri í Þjóðleikhúsinu, bað mig að þýða As You
Like It, sem hann átti að setja á svið. Sýning Lárusar fór fram árið
eftir og var fyrsta Shakespeares-sýning Þjóðleikhússins. A næstu
árum þýddi ég að beiðni þessJulius Caesar og Midsummer-Night’s
Dream, og voru þau leikrit sýnd þar 1953 og 1955. Þá hafði útgáfu-
félagið Mál og menning í Reykjavík fengið áhuga á útgáfu, og
samdist svo, að það gæfi út í minni þýðingu sex leikrit í tveim
bindum. Þau urðu Midsummer-Night’s Dream, Romeo and Juliet
og As You Like It (1956), og Julius Caesar, The Tempest og Henry
IV, Part I (1957). Síðar fór svo, að við bættust smám saman 11
leikrit í fjórum bindum: Henry IV, Part II, Macbeth og Twelfth
Night (1964), The Comedy of Errors, Antony and Cleopatra og
The Merry Wives ofWindsor (1967), Hamlet og King Lear (1970),
og Richard III, Othello og The Merchant of Venice (1975). Ekki
var ráðgert að sú útgáfa yrði meiri. En 1982 hóf Almenna bókafé-
lagið í Reykjavík heildar-útgáfu á Shakespeares-leikritum í minni
þýðingu, sem nú liggja fyrir í handriti. Ráðgert er að hún verði átta
bindi, sem komi út eitt á hverju ári. Nú þegar eru tvö bindi komin
út með kóngaleikjunum átta frá Richard II til Richard III, og önn-
ur tvö bindi eru í prentun með átta harmleikjum. Síðan eiga að
koma fjögur bindi með samtals 21 leikriti.