Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 174
380 ÞÓR VILHJÁLMSSON SKÍRNIR
bindingum, halda með öðrum uppi refsivörslu og síðast en vissu-
lega ekki síst að leysa úr réttarágreiningi.
III
Dómari kveður ekki upp dóm nema fyrir hann hafi verið lagðar
kröfur. Hafi það verið gert á fullnægjandi hátt og fjalli kröfurnar
um efni, sem lög og landsréttur nær til, er skylt að dæma um þær,
hversu erfitt sem það er, t. d. vegna óvissu um gildandi réttarreglur.
I opinberum málum (sakamálum, refsimálum) er það sérstakur
embættismaður, saksóknari, sem kröfurnar gerir í skjali, sem kall-
að er ákæra. Dómarinn er bundinn við verknaðarlýsinguna í ákær-
unni, en honum er skylt að afla tiltækra sönnunargagna. Að mestu
er dómarinn einnig bundinn við að dæma áfall eða sýknu af þeim
hegningarlagaákvæðum, sem nefnd eru í ákærunni. Aftur á móti
binda yfirlýsingar hins ákærða manns og verjanda hans dómarann
ekki.
I einkamálum eru viðhorfin um sumt önnur, en einkamál eru
sem fyrr segir öll dómsmál önnur en opinber mál. Hér getur dóm-
ari yfirleitt aðeins byggt á þeim atvikum, sem aðilar gera að máls-
ástæðum. Hann getur ekki farið út fyrir kröfur aðila og hann á ekki
að afla sönnunargagna að eigin frumkvæði. Hann er óbundinn af
því, sem aðilar eða lögmenn segja um lagaatriði málsins.
Þessar reglur í íslenskum réttarfarslögum,4 sem byggjast á
traustri evrópskri hefð, endurspegla þá skoðun, að refsivarslan sé
viðfangsefni hins opinbera en ekki þeirra, sem misgert er við eða
annarra, en dómgæslan í einkamálum eins konar þjónustustarfsemi
við þegnana. Skuli hún takmarkast við það, sem þeir óski að fá úr
skorið. Þetta þýðir, svo að smádæmi séu tekin til skýringar, að
mann, sem ákærður er fyrir þjófnað og ranglega lýsir sig sekan, á
ekki að dæma, ef hið sanna kemur í ljós, og þess á dómari að leita
með aðstoð lögreglu, saksóknara og verjanda. Aftur á móti á að
dæma mann í einkamáli til að greiða peninga, ef hann lýsir því yfir,
að hann skuldi þá. Það er talið hans mál, hvaða yfirlýsingu hann
gefur um þetta atriði, og dómari á ekki að gera sjálfstæða athugun
á því, hvort hann skuldar í raun og veru eða ekki.
Dómari getur þurft að skera úr ágreiningi um staðreyndir, laga-
atriði eða hvorutveggja.