Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 133
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
339
reyndist ekki sífrjó. Eða nota áburðinn til að rækta tún. Flóanefnd-
in frá 1926 lýsti því sem framtíðarmarkmiði „að áveitan lyfti undir
túnræktina. Grasaukinn, framleiðsluaukinn, áburðaraukinn, sem
áveitan gefur, hagnýtist við samfelldar og stórfelldar túnaumbæt-
ur“.31
En á þeim tíma hafði opnast önnur leið til stórfelldrar túnræktar:
notkun tilbúins áburðar. Eftir heimsstyrjöldina fór innflutningur
áburðar hraðvaxandi, nam 160 tonnum 1922, 370 tonnum 1925,
1220 tonnum 1928, 3350 tonnum 1930. Búfjáráburðurinn var enn
mikilvægur og óspart hvatt til að hirða hann sem best, en þó var
fjöldi bænda farinn að bæta hann upp með aðkeyptum áburði.
(Helst þannig, að tilbúni áburðurinn væri notaður á gömlu túnin
ásamt foraráburði, skán og mykja hins vegar í garða og nýrækt.)
Vítahringur töðu og mykju réð því ekki lengur hve ört túnin gátu
stækkað.32
Um 1920 var að hefjast mikil tæknisókn í túnrækt. Þá komu til
sögunnar hinir stórvirku „þúfnabanar“, þ. e. gríðarstórar dráttar-
vélar með áföstum jarðtætara. Voru þeir keyptir sex talsins á árun-
um 1921-27 og reyndust mikilvirkir þar sem land var ræktað í stór-
um stíl í grennd við þéttbýli, einkum í Reykjavík og nágrenni. Sú
ræktun var vitaskuld háð tilbúnum áburði. Hjá þorra bænda var
ræktunin ekki svo stórfelld að til greina kæmi að nota við hana hina
dýru þúfnabana. Þar varð enn að treysta á plóga og herfi dregin af
hestum. Um 1930 voru menn þó að komast upp á lag með að nota
dráttarvélar við jarðvinnslu. Búnaðarfélögin eignuðust mörg hver
dráttarvélar sem reyndust afkastadrjúgar, en þó nógu ódýrar til að
fara með þær á milli og vinna litla skika á hverjum bæ.33 Var þetta
drjúg viðbót við hestavinnuna sem áfram var lagt mikið kapp á.
Með dráttarvélum, ásamt hóflegum tilbúnum áburði, komst
túnræktin á nýtt tæknistig, en best var þó að rækta þurrlendi, þann-
ig að áveitur gátu enn verið álitleg nýting á mýrum. Með skurð-
gröfum og jarðýtum 5. og 6. áratugarins urðu áveitulöndin hins
vegar árennileg til túnræktar og áveitutæknin þar með endanlega
úrelt til heyöflunar.
Um 1920 urðu þau þáttaskil að ríkisvaldið hóf að styðja land-
búnaðinn með miklu múnfjárframlögum en áður. Hvað túnrækt-
ina varðar skipta hér mestu máli jarðræktarlögin (lög nr. 43) 1923,