Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 80
286
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
borgara. „Nútímamaðurinn“ er ekki hið dæmigerða borgaralega
sjálf; hann er ekki einu sinni „litli maðurinn" sem Hans Fallada
vakti athygli á í skáldsögu sinni Kleiner Mann, was nun ? (1932) og
einatt hefur verið vinsælt umfjöllunarefni raunsæishöfunda. í
formgerð slíkra verka felst jafnan skýring á stöðu hins litla ein-
staklings í stóru og flóknu samfélagi, og yfirleitt er söguhöfundur-
inn í ljósu samsæri með honum á einhverju plani verksins. Er „nú-
tímamanninn" kannski frekar að finna í þeirri persónugerð sem
reynir að fylgja eftir vaxandi sundurleitni samfélagsins og temur
sér því það sem Sigurður Nordal nefndi „marglyndi", þrá til að
reyna allt það sem nútímalíf hefur upp á að bjóða í öllum sínum
hraða og sérhæfðu mannlífssviðum?
Þetta er nokkurn veginn sá skilningur sem Halldór Laxness legg-
ur í hugtakið árið 1924 þegar hann skrifar hugleiðingu í tilefni af
danskri bók um „blendni og margfeldni nútímamannsins“ eins og
hann birtist í verkum Dostójevskís.24 Halldór telur þetta fyrirbæri
vera meginviðfangsefni hinnar „sálrænu skáldsögu" og lýsir því
m. a. svo:
Nútímamaðurinn hefur hundraðogfimtíu lífskoðanir, en eingin þeirra er
hans eigin. Hans eigin lífskoðun er hin eina sem hann ekki hefur. Hann hef-
ur ekki gert sér það ljóst, en sálkönnuðurinn veit að út frá hans sjónarmiði
er lífið blekking, starfið hégómi, kenníng um manndygðir einskonar goða-
fræði, guð fagurfræði, sannleikurinn reykur uppúr strompunum.25
Eg hygg að framsetning Laxness styðji hér áðurnefndar hug-
myndir Habermas um módernismann. „Nútímamaðurinn“ er
týndur í völundarhúsi sínu og hefur enga sjálfstæða lífsskoðun, en
„sálkönnuðurinn veit“ og er ekki týndur; hann kann m.a.s. skil á
„sjónarmiði“ nútímamannsins. „Nútímamaðurinn“ er í rauninni
óeðlileg mannvera útfrá því upplýsta og raunsæislega sjónarmiði
samfélagsins sem sálkönnuðurinn er fulltrúi fyrir.26 Einungis frá
þessu sjónarmiði er hægt að skilgreina lífið, starfið, sannleikann,
eins og gert er í tilvitnuðum orðum. Við skulum þá reyna að líta svo
á að „nútímamaðurinn“ sé öðrum þræði manngerð í skáldverki,
persóna sem birtir brenglaða vitund mannskepnunnar, og viðtak-
andi (lesandi/sálgreinandi) þarf að glíma við á upplýstan hátt ef
merking á að kvikna af samræðu þeirra.
Erum við ekki líka að ná í skottið á módernismanum með hjálp