Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 178
384
ÞÓR VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
í dómi er verið að ákveða hvort og í hvaða mæli taka beri eftir
landslögum til greina kröfur, sem fram hafa verið settar af aðilum
málsins. Dómur getur aldrei verið álitsgerð um lögfræðileg efni,
sem ekki eru tengd kröfugerð, og er það raunar sagt berum orðum
í 67. gr. laganna um meðferð einkamála í héraði. Niðurstaðan er
með öðrum orðum aðalatriðið. Þar við bætist, að dómari er sem
fyrr segir í einkamálum óbundinn af lögfræðilegum fullyrðingum
aðila og lögmanna þeirra. Hann má ekki stytta sér leið vegna ófull-
nægjandi lagaröksemda í málflutningi, en er ekki heldur skyldur til
að þreyta kappræður við lögmenn, sem kjósa að bregða á leik í hug-
leiðingum sínum.
Ef miða má við það, sem hér er haldið fram, að rökfærslur í dóm-
um eigi að vera fyrir þá lögmenn, sem mál flytja, er nóg að byggja
á viðteknum sjónarmiðum um lausn ágreinings um atvik og réttar-
reglur. Alkunnar skýringar, til dæmis á meginreglum í stjórnar-
skránni, ætti dómari ekki að þurfa að rökstyðja. Séu þær byggðar
á viðurkenndum réttarheimildum, er dómari bundinn við þær, og
lögmaðurinn þekkir þær og skilur, hvað um er að ræða. Einnig eru
lögmönnum að sjálfsögðu kunn þau sjónarmið, sem lögð eru til
grundvallar ákvörðun á bótafjárhæð. Þetta er sjálfsagt stundum
ástæðan til þess, að notað er orðalag, sem sumum þykir ámælisvert,
svo sem „eins og á stendur" eða þvílíkt. Augljóst er einnig, að
stundum ræðst niðurstaðan af einu atriði af tveimur eða þremur,
sem fram hafa komið í málflutningi. Er þá í dómi aðeins fjallað um
þetta eina atriði. Loks getur það, að dómari er yfirleitt óbundinn af
lagarökum aðila, leitt til þess, að í dómsforsendunum sé ekki að
þeim vikið.
Stundum er rökfærslan í dómum mótuð af því, að ógerlegt er að
hafa hana örugga út frá almennum sjónarmiðum. Dómari verður
að taka afstöðu til krafna aðila, þótt atvik séu óljós og lagarök einn-
ig. Hann hlýtur að byggja á því, að eitthvað hafi annaðhvort gerst
eða ekki, þó að hin mesta óvissa sé um niðurstöðuna og ekki unnt
að rökstyðja hana þannig, að allir góðir menn láti sannfærast. Til
þess að úrskurða um umdeild atvik eru í sumum löndum hafðir
kviðdómar, sem ekki rökstyðja niðurstöðu sína, en svo er ekki
hérlendis. Enn er vert að muna, þegar fjallað er um rökstuðning
dóma, að mönnum getur sýnt sitt hverjum um hvað séu fullnægj-