Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 187
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
393
spáan má kalla Wagner, herbergisþjón Fásts, er hann segir í hrifn-
ingu sinni af mannverunni Homunculus, sem er að verða til í til-
raunaglasi: „En maðurinn, sem erfði Mímisbrunninn, er metinn
smátt.“ Og mannkyn framtíðarinnar verður „af æðri toga
spunnið“, eykur hann við. Hér er vitnað til orða rithöfundar frá
öðrum áratug aldarinnar, sem leið. Ef til vill skiptir einhverju máli
hér, að einmitt um svipað leyti var haldin „Automatenausstell-
ung“, fyrsta vélmennasýning sögunnar. Það var í Dresden árið
1813. Ovíst er, hvort sú sýning snart að nokkru hugmyndir Goet-
hes. Hitt er fært í rit, að sú sýning hafi skipt sköpum fyrir rithöf-
undinn Hoffmann. Rauði þráðurinn í bókum hans varð einn og
hinn sami; það, hvernig dautt efni er gætt lífi og mannlegum eigin-
leikum á ýmsa lund; þær sögur eru mörgum kunnastar af verki
Offenbachs „Ævintýrum Hoffmanns". Sumir hafa viljað kalla
Hoffmann fyrirrennara vísindaskáldsagnanna í núverandi mynd.
Aðrir eiga aðra uppástungu: Mary Shelley.
Árið 1816 var votviðrasamt suður í Sviss. Og þar voru þau stödd
Percy og Mary Shelley, kona hans, þá 18 ára gömul, ásamt Byron
lávarði, föður Ada Lovelace, síðar samverkakonu Charles Babb-
age, sem svo mjög kom við sögu þróunar sjálfvirkra reiknivéla.
Ekki viðraði til útivistar, þessi hópur hélt sig því innan dyra og
gerði sér það að skemmtun að skiptast á draugasögum. Og þar mun
hafa kviknað hugmynd Mary Shelley um að semja skáldsögu. Hún
birtist árið 1818. Frankenstein hét hún og bar undirtitil sem ekki er
af tilviljun valinn: „the Modern Prometheus“. Og hver kannast
ekki við nafnið Frankenstein?
Spyrja má, ef spurningin skiptir þá máli, hvort Hoffmann eða
Mary Shelley skuli framar öðrum teljast fyrirrennarar síðari hefða
í vísindaskáldsögum. Ef dýpra er skyggnst, eru verk þeirra á annan
bóginn áframhald órafornra bókmenntahefða, sem hægt er að rekja
allt til upphafs ritaldar. Draumurinn um að ná til sín sköpunar-
mætti Guðs eða goða í einhverri mynd er gamall draumur. Við
finnum hann í ritum Babýlóníumanna, fornindverskum ritum, hjá
Hómer, í ritum og verkum gullgerðarmanna miðaldanna. Og víðar
og víðar. Og einatt fylgja sögur af viðbrögðum goðanna. Við
munum, hvernig fór fyrir Prómeþeifi og öðrum þeim, sem stork-
uðu goðunum.