Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 48
254
HELGI HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
Af þýðingum þessum hafa nokkrar verið leiknar auk þeirra
þriggja, sem fyrr var getið. Þjóðleikhúsið sýndi Twelfth Night
1967, Othello 1972, The Merchant ofVenice 1974 og King Lear
1977, og ráðgert er að sýna þar Richard III á næsta ári. í Iðnó-leik-
húsi fór Romeo and Juliet á fjalirnar á Shakespeares-hátíð 1964,
Macbeth 1977 og The Taming of the Shrew 1981. En 1964 sýndi
Bæjarleikhúsið á Akureyri Twelfth Night, og Midsummer-Night’s
Dream 1967. Auk þess hafa skóla-leikflokkar sýnt í leikhúsum
Reykjavíkur Twelfth Night 1959, The Tempest 1972, The Comedy
ofErrors 1967, Much Ado About Nothing 1970 og 1981, Midsum-
mer-Night’s Dream 1971 og Macbeth 1972, en á Akureyri Romeo
and Juliet 1971, og áHúsavík The Taming ofthe Shrew 1980. Loks
flutti útvarpið í Reykjavík The Tempest á Shakespeares-hátíð 1964,
Antony and Cleopatra 1969 og King Lear 1970 og 1971. Einstök
leikatriði hafa auk þess verið flutt við ýms tækifæri; og nokkrar
sonnettur Shakespeares hafa verið fluttar í útvarp, en 15 þeirra hafa
birzt meðal prentaðra þýðinga minna.
I þýðingum mínum hef ég einkum fylgt Artfen-útgáfunni og The
New Shakespeare, Cambridge. Einnig hef ég haft við höndina
Penguin-útgáfuna og stundum fleiri útgáfur, þar á meðal ljósprent
af heildar-útgáfunni 1623 og nokkrum af fjórblöðungs-útgáfunum
fyrstu. Til samanburðar hef ég einkum haft hinar rómuðu þýðingar
eftir August Schlegel, Ludwig og Dorothea Tieck, Wolf Graf Bau-
dissin, Edvard Lembcke og Valdemar Osterberg, og svo að sjálf-
sögðu þær íslenzku þýðingar sem til eru á prenti. Um form sem
efni hef ég reynt að fara sem næst frumtexta en virða samt þær sér-
íslenzku bragreglur sem áður gat. Þó hef ég kosið að gera stuðla
ekki mjög áberandi, nema efni gefi sérstakt tilefni til. Um öll frávik
í hrynjandi, sem rædd voru hér á undan, hef ég leitazt við að fylgja
stíl Shakespeares, og beita þeim samt mjög í hófi, svo að aldrei sé á
því vafi, að aðalhrynjandin, sem markar heildarsvip textans, sé
regluleg jamba-hrynjandi, og frá henni vikið einungis til tilbreyt-
ingar og þó helzt til áherzlu á tiltekin efnisatriði.
Hér á undan reyndi ég að sýna fram á nokkuð af þeim vanda, sem
er sérstakur fyrir íslenzkan Shakespeares-þýðanda. Þó verður sá
vandinn að sjálfsögðu mestur, sem þyngst hvílir á þýðendum allra
, þjóða, að gróðursetja í nýjum reit þá orðlist, sem meistarinn mikli