Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 148
354
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
vanrækt, sem kalla mætti búfræðilegu hliðina,“ hvernig eigi að
„búa sem best í hendurnar á íbúum þessara áveitusvæða til þess að
þeir fái sem besta aðstöðu til þess að geta búið að þessum fram-
kvæmdum og gert þær arðberandi". Við Skeiðaáveituna hafi verið
„vanrækt að athuga, hvernig menn áttu að geta lifað af þessu landi
og ráðið við að borga rentur og afborganir af þeim lánum sem
þurfti að taka“.90 En „því er svo varið um þetta mál,“ svarar Magn-
ús Torfason, „að það er eins konar frumburður stórfyrirtækja
landbúnaðarins í framtíðinni".91
Það var ekki fyrr en menn eru hættir að trúa á „Landbrugets
Opsving i den nærmeste Fremtid", að þeir geta horfst í augu við að
frumburðurinn var andvana fæddur. Það gerir Sveinn Ólafsson í
Firði með nokkrum biturleik 1933, þegar Alþingi gefur bændum
eftir að mestu kostnað Flóaáveitunnar:
Það er nú orðið engum blöðum um það að fletta, að Alþingi hefir gengið í
egnda gildru 1917 þegar Flóaáveitan var sett á stofn. Allir loftkastalarnir,
sem þá voru byggðir í sambandi við þetta fyrirtæki, eru hrundir í rústir.92
Tilvísanir
1. Það var á Kröfluárunum að ég fór að safna efni til þessarar greinar, og
hét fyrsta gerð hennar „Kröflumál þriðja áratugarins“; til þess heitis
var vísað þegar greinin var boðuð í Skírni, vor 1987, bls. 199, og vor
1988, bls.205.
2. Aðgengilegasta lýsing á áveituframkvæmdunum er Sigurður Sigurðs-
son [búnaðarmálastjóri]: Búnaðarhagir (Búnaðarfélag íslands. Aldar-
minning II), Rvík 1937, kaflinn „Áveitur og framræsla“ bls. 121-154,
einkum bls. 125-143. Einnig, í styttra máli, Þorkell Jóhannesson: Al-
þingi og atvinnumálin. Landbúnaður og útvegsmál. Höfuðþættir,
Rvík (Alþingissögunefnd) 1948, kaflinn „Áveiturnar miklu á Skeið og
Flóa“ bls. 165-170. (Þangað er heiti þessarar greinar sótt.) Hér á eftir
verður efni sótt í þessa bókarkafla, en yfirleitt án frekari tilvísana.
Rækilegasta umfjöllun um efnið er Erlingur Brynjólfsson: „Áveiturn-
ar á Flóann og Skeiðin“, BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Islands,
maí 1981, en hún er óútgefin og ekki sótt til hennar efni í þessari grein.
Af samtímaheimildum eru það einkum Alþingistíðindi og prentuð álit
opinberra nefnda, sem könnuð hafa verið við samningu greinarinnar,
ásamt nokkrum ritgerðum búnaðarfrömuða.
3. „Þættir úr íslenskri búnaðarsögu", Árbók landbúnaðarins 1970 (ritstj.