Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 40
HELGI HÁLFDANARSON
Shakespeare á íslandi
Grein sú sem hér birtist á íslenzku er tekin úr tímaritinu Shakespeare
Worldwide, sem gefið er út á ensku í Tókíó.
RlTSTJÓRl tímaritsins Shakespeare Worldwide hefur gert mér þann
sóma að bjóða mér að senda til birtingar greinargerð um reynslu
mína sem þýðanda Shakespeares-leikrita á íslenzku og sögu Shake-
speares-þýðinga á Islandi. Mér þykir sjálfsagt að þiggja þetta góða
boð, því að sá vandi sem þýðing þessara verka hlýtur að vera, á
hvaða tungumál sem þýða skal, er vissulega með nokkuð sérstök-
um hætti þegar Islendingur gerir slíka tilraun. Þessa sérstöðu mun
ég leitast við að skýra að nokkru.
Islendingar eru mjög fámenn þjóð, voru færri en 100 þúsund allt
fram undir þessa öld, og eru nú um 240 þúsund. En landið er stórt,
um 100 þúsund km2, að mestum hluta hálend öræfi, hraun, jöklar
og eyðisandar, og samgöngur hafa löngum verið mjög erfiðar. I fá-
breyttu mannlífi bænda og fiskimanna hefur bóklestur ævinlega
verið mikill, og íslenzk menning umfram allt bókmenning.
Þegar Island byggðist á 9. öld, að mestu frá Noregi, fluttu land-
námsmenn með sér norræna ljóðhefð, og varðveittu Islendingar
hana framvegis. Framan af öldum voru Islendingar sjálfstæð þjóð,
sem bjó við þingræði og hafði mikil samskipti við menningu um-
heimsins. Og þrátt fyrir harða lífsbaráttu og erlenda drottnun öld-
um saman rofnaði það samband aldrei með öllu. Að sjálfsögðu
þróaðist íslenzk ljóðlist og varð fyrir erlendum áhrifum í aldanna
rás, en var þó býsna fastheldin á viss fornleg norræn formsatriði,
sem orðið hafa séríslenzk, og gera stundum þó nokkuð harðar
kröfur.
Þó að enska og íslenzka séu ekki fjarskyld mál, eru þau í eðli sínu
býsna sundurleit um veigamikil atriði. Meðal þess sem hér skiptir