Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 197
SKÍRNIR
RITDÓMAR
403
bindin, hin fyrsta fyrir allar íslendinga sögur og Landnámu og er hún
geysilega gagnleg. Utgáfa þessi er oft kennd við Guðna Jónsson, sem hafði
yfirumsjón með henni allri. Hér eru Landnáma, Islendinga sögur og Is-
lendinga þættir og eru fleiri textar í þessari útgáfu en nokkurri annarri safn-
útgáfu Islendinga sagna. Einnig eru hér teknar með 15 sögur sem samdar
voru um atburði sögualdar og á vissan hátt í anda Islendinga sagna á 17., 18.
og 19. öld og eru 8 þeirra hér prentaðar í fyrsta sinn. Þessar sögur eru á sinn
máta mjög merkilegt rannsóknarefni og eru mjög skyldar sögnum sem
gengið hafa um fornmenn fram á þennan dag víða um land. Ekki eru allar
sögur af þessu tæi enn útgefnar, t. d. er óútgefin gerð Eglu, Egils saga vit-
lausa, frá 17. öld með miklum ýkjum.
Islendinga sögurnar í 13 bindum á vegum Islendingasagnaútgáfunnar var
upphaf stærstu útgáfuritraðar íslenskra fornrita sem komið hefur nokkru
sinni, en á 12 árum komu alls út 42 bindi. Þau eru fyrir utan Islendinga
sögurnar: biskupa sögur og Sturlunga 7 bindi; fornaldar sögur Norður-
landa 4 bindi; Eddur 4 bindi; riddara sögur 6 bindi; Karlamagnús saga 3
bindi; Þiðreks saga af Bern 2 bindi; konunga sögur 3 bindi, en þær ráku
lestina 1957. Má segja að vel hafi verið að verki staðið, þótt um endurprent-
anir fyrri útgáfna hafi langoftast verið að ræða. Margt af íslenskum forn-
bókmenntum komst með þessari útgáfu fyrst á prent á Islandi og er hér
víða prentaður texti sem ella er erfitt að nálgast. Vel hefði mátt gefa út fleiri
bindi í þessari röð, t. d. heilagra manna sögur og ýmis fræðirit. Utgáfan er
enn á markaði og er hún um margt mjög handhæg.
Árið 1968 kom út fyrsta bindið af íslenzkum fornsögum með nútíma-
stafsetningu á vegum bókaútgáfunnar Skuggsjár í Hafnarfirði. Þetta er
fyrsta heildarútgáfan ætluð almenningi með þeirri stafsetningu. Textinn
var oftast endurprentun á texta íslenzkra fornrita. Seinasta bindi þessarar
útgáfu var manna- og staðanafnaskrá, en með fylgdi einnig í því bindi fyrsta
nákvæma skráin um atriðisorð og gefur hún þessari útgáfu mest gildi. Hún
er ómissandi hjálpargagn við að nota íslendinga sögur sem menningar-
sögulegar heimildir. Oft fletta fræðimenn upp í þeirri skrá, fletta svo sama
stað upp í annarri útgáfu til að vitna í hana.
Ekki er ástæða til að fara hér mörgum orðum um útgáfur einstakra sagna,
sem t. d. hafa komið út hjá Helgafelli, Iðunni, Skuggsjá og Iðnskólaútgáf-
unni. Oft eru þessar útgáfur einkum hugsaðar til skólabrúks. I þær er mis-
jafnlega mikið lagt og dæmi eru til, að engin kort eða mynd séu í þessum út-
gáfum.
IV
Haustið 1985 kom út á vegum bókaforlagsins Svarts á hvítu fyrra bindi ís-
lendinga sagna, alls rúmlega 1100 síður með formála (hér eftir skammstafað
Svh.). Bindið var prentað og bundið í Meisenheim í Vestur-Þýskalandi.
Árið eftir kom síðara bindi með afganginum af sögunum og allmörgum Is-
lendinga þáttum. Áframhaldandi blaðsíðutal er í báðum bindunum. Margir