Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1988, Page 197

Skírnir - 01.09.1988, Page 197
SKÍRNIR RITDÓMAR 403 bindin, hin fyrsta fyrir allar íslendinga sögur og Landnámu og er hún geysilega gagnleg. Utgáfa þessi er oft kennd við Guðna Jónsson, sem hafði yfirumsjón með henni allri. Hér eru Landnáma, Islendinga sögur og Is- lendinga þættir og eru fleiri textar í þessari útgáfu en nokkurri annarri safn- útgáfu Islendinga sagna. Einnig eru hér teknar með 15 sögur sem samdar voru um atburði sögualdar og á vissan hátt í anda Islendinga sagna á 17., 18. og 19. öld og eru 8 þeirra hér prentaðar í fyrsta sinn. Þessar sögur eru á sinn máta mjög merkilegt rannsóknarefni og eru mjög skyldar sögnum sem gengið hafa um fornmenn fram á þennan dag víða um land. Ekki eru allar sögur af þessu tæi enn útgefnar, t. d. er óútgefin gerð Eglu, Egils saga vit- lausa, frá 17. öld með miklum ýkjum. Islendinga sögurnar í 13 bindum á vegum Islendingasagnaútgáfunnar var upphaf stærstu útgáfuritraðar íslenskra fornrita sem komið hefur nokkru sinni, en á 12 árum komu alls út 42 bindi. Þau eru fyrir utan Islendinga sögurnar: biskupa sögur og Sturlunga 7 bindi; fornaldar sögur Norður- landa 4 bindi; Eddur 4 bindi; riddara sögur 6 bindi; Karlamagnús saga 3 bindi; Þiðreks saga af Bern 2 bindi; konunga sögur 3 bindi, en þær ráku lestina 1957. Má segja að vel hafi verið að verki staðið, þótt um endurprent- anir fyrri útgáfna hafi langoftast verið að ræða. Margt af íslenskum forn- bókmenntum komst með þessari útgáfu fyrst á prent á Islandi og er hér víða prentaður texti sem ella er erfitt að nálgast. Vel hefði mátt gefa út fleiri bindi í þessari röð, t. d. heilagra manna sögur og ýmis fræðirit. Utgáfan er enn á markaði og er hún um margt mjög handhæg. Árið 1968 kom út fyrsta bindið af íslenzkum fornsögum með nútíma- stafsetningu á vegum bókaútgáfunnar Skuggsjár í Hafnarfirði. Þetta er fyrsta heildarútgáfan ætluð almenningi með þeirri stafsetningu. Textinn var oftast endurprentun á texta íslenzkra fornrita. Seinasta bindi þessarar útgáfu var manna- og staðanafnaskrá, en með fylgdi einnig í því bindi fyrsta nákvæma skráin um atriðisorð og gefur hún þessari útgáfu mest gildi. Hún er ómissandi hjálpargagn við að nota íslendinga sögur sem menningar- sögulegar heimildir. Oft fletta fræðimenn upp í þeirri skrá, fletta svo sama stað upp í annarri útgáfu til að vitna í hana. Ekki er ástæða til að fara hér mörgum orðum um útgáfur einstakra sagna, sem t. d. hafa komið út hjá Helgafelli, Iðunni, Skuggsjá og Iðnskólaútgáf- unni. Oft eru þessar útgáfur einkum hugsaðar til skólabrúks. I þær er mis- jafnlega mikið lagt og dæmi eru til, að engin kort eða mynd séu í þessum út- gáfum. IV Haustið 1985 kom út á vegum bókaforlagsins Svarts á hvítu fyrra bindi ís- lendinga sagna, alls rúmlega 1100 síður með formála (hér eftir skammstafað Svh.). Bindið var prentað og bundið í Meisenheim í Vestur-Þýskalandi. Árið eftir kom síðara bindi með afganginum af sögunum og allmörgum Is- lendinga þáttum. Áframhaldandi blaðsíðutal er í báðum bindunum. Margir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.