Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 175
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
381
Það sem nú hefur verið sagt hefur þýðingu um það, hvernig haga
á orðum í dómum. Ef t. d. stefndi í einkamáli mótmælir ekki at-
vikalýsingu stefnanda, er rökstuðningur dómara þar að lútandi
ekki annar en sá, að atvik séu óumdeild. Það sem sagt var sýnir
einnig, að dómarar eru bundnir við kröfur aðila í þessum málum og
við málsástæður þeirra, en óbundnir eða lítt bundnir af lagarökum
þeirra. Ramminn, sem kröfur og atvikalýsing aðila hefur markað,
gerir hvert mál að sérstöku viðfangsefni, þar sem hið sérstæða við
málið er í fyrirrúmi og almennar reglur í öðru sæti. Dómarinn er
ekki aðallega að gefa yfirlit yfir atburði eða lagareglur, heldur að
beita lagareglum um atvik, sem aðrir leggja fyrir hann og krefjast
dóms um. Þetta ætti að hafa í huga, þegar fjallað er um samningu
dóma, m. a. þegar rætt er, fyrir hvern sé verið að setja dóm á blað.
Nú er skylt eftir íslenskum lögum að hafa forsendur í dómum og
rökstuðning í forsendunum.5 Hins vegar er heimilt að hafa sumar
aðrar ákvarðanir dómara án forsendna. Er þetta aðalreglan um
svokallaða úrskurði í einkamálum og undantekningalaus regla um
ákvarðanir þinglýsingardómara.6 Sé þessum dómsathöfnum skotið
til Hæstaréttar, ber héraðsdómara að skrifa forsendur eftir á og
senda Hæstarétti, sem tekur þær oft upp í dóma sína. Það myndi
lengja pistil þennan um of, ef þetta yrði rætt frekar. Af sömu
ástæðu er ekki fjallað sérstaklega um dóma fjölskipaðra dómstóla,
en fyrir kemur að dómar Hæstaréttar bera merki sérstakra erfið-
leika sem koma upp við slíkar aðstæður.
IV
Varla verður sagt, að það sé óhjákvæmilegt skilyrði þess, að dóm-
stólarnir geti gegnt hlutverki sínu, að skriflegar forsendur séu í
dómum. Dómsorðið eitt, fáeinar línur, gæti hugsanlega verið allt
sem þarf. I dómsorðinu segir, að sýknað sé, þar sem það á við, en
ella er þar aðalniðurstaða málsins og sérstaklega er getið um það,
sem gera skal, þegar til fullnustu dóms kemur með valdbeitingu
opinbers aðila. I mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og
mannréttindasáttmálum þeirra og Evrópuráðsins er ekki áskilið,
að dómar skuli vera skriflega rökstuddir. Þar segir, að menn eigi