Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
RITDÓMAR
415
í fyrsta kafla inngangsins, „Sagnaritun á miðöldum", er leitast við að
setja Sturlungu í samhengi við evrópska og íslenska sagnaritun á miðöld-
um. Þessi upphafskafli gefur hugmynd um þau áhrif sem evrópskur lær-
dómur kann að hafa haft á íslenska sagnaritara. Hér er tæpt á flókinni sögu,
sem kannski verður aldrei skýrð til hlítar, sérstaklega ekki úr hvaða jarð-
vegi sérkenni rita eins og Sturlungu spruttu. Það er erfitt að kynna fornar
bókmenntir á nokkrum blaðsíðum svo að lesendur verði nokkurs vísari.
Bókakista Olafs hvítaskálds er forvitnilegur gripur, en slíkar hugleiðingar,
þótt athyglisverðar séu, eiga varla heima í svo almennum inngangi (xxii).
Það er gagnslítið að raða ritum í dilka, eins og gert er í þessum kafla, þó
að rétt sé að samsteypur virðast hafa verið vinsæl iðja meðal rithöfunda á
miðöldum (xix). Rit eins og Heimskringla ogSturlunga eiga lítið sameigin-
legt annað en að þar er mörgum textum raðað saman í eitt rit. Mikilvægara
hefði verið að undirstrika þau einkenni sem skilja samsteypurnar að. I
Heimskringlu var skapandi rithöfundur að störfum sem hnoðaði efnivið-
inn í höndum sér, en safnandi Sturlungu setti sér þrengri skorður. Hann
klippti sögurnar til, svo að sagan varð að einni heild, án þess að hann umrit-
aði sögurnar að neinu marki.
Annar kafli inngangsins fjallar um „Byggingu Sturlunga sögu og stíl“.
Utgefendur byggja á rannsóknum annarra fræðimanna um byggingu Sturl-
ungu, en benda þó á takmarkanir þeirra:
. . . frekari rannsóknir á texta Sturlungusafnsins gætu breytt þeirri
skiptingu sem hér er fylgt. Ekki síst er margt á huldu um samband
Islendinga sögu og Þorgils sögu skarða. (xxiii).
Utgefendur taka ekki afstöðu til einstakra deilumála milli fræðimanna, eins
og hvar Sturla Þórðarson hafi sett punktinn aftan við íslendinga sögu. Þó
er vísað til þeirra orða Jóns Jóhannessonar að hún hafi líklegast náð til árs-
ins 1264, en hann telur lok sögunnar ófrágengin af höfundarins hálfu
(xxiii). Þessa tilgátu er erfitt að sanna. Ef síðustu kaflar íslendinga sögu um
lokaátökin milli Þórðar Andréssonar og Gissurar Þorvaldsson eru athug-
aðir, verður því vart haldið fram, að tök Sturlu á sögunni hafi slaknað.
Töflur, sem sýna hvernig Sturlunga er byggð upp og sett saman, eru
mjög gagnlegar og skýra vel hvernig safnandinn vann verk sitt. Slík hjálpar-
tæki eru sérstaklega kærkomin í þessari útgáfu.
Eins og tekið er fram í upphafi inngangsins eru sögur Sturlungu af ólík-
um toga (xvii), en þó er í innganginum iðulega fjallað um Sturlungu eins og
um eina sögu væri að ræða. Þó er réttilega bent á að stíll þeirra sé svo marg-
breytilegur sem sögurnar eru margar. Það er auðvelt að finna í Sturlungu
dæmi um flest stílbrögð sem viðhöfð eru í klerklegum og veraldlegum rit-
um á miðöldum. Þau dæmi sem tilfærð eru sýna vel auðgi stílsins.
Þriðji kafli inngangsins fjallar sérstaklega um Sturlu Þórðarson og eru
ævi hans og ritstörf rakin. Markmið Sturlu Þórðarsonar með ritun Islend-