Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 122
328
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
„Ætla má að um það hafi sagnir vel getað varðveizt í tvær aldir svo að
réttar væru í meginatriðum. Þar var margt við að styðjast: örnefni,
landamerki, ættarsagnir og ættartölur þeirra manna sem á landnáms-
jörðum bjuggu eða gátu rakið ættir sínar til landnámsmanna."
Hér virðist gert ráð fyrir að Landnáma hafi verið til tveimur öldum
áður en hún varð til.
Samskonar rökvilla kemur fram í greininni „Markmið Landnáma-
bókar“, Skírnir 148 (1974), bls. 213, en þar segir Jakob:
„ . . . trúi ég því illa að höfðingjaættir hafi ekki vitað skil á forfeðrum
sínum í 5-6 ættliði, hafi ekki vitað hver var landnámsmaður ættarinnar
né hvar hann bjó.“
Svo er að sjá af þessu að Landnámabók sé talin 5-6 ættliðum eldri en
hún getur mögulega verið. Vissulega urðu einhverjir fyrstir til að setj-
ast að í landinu en ekki er einu sinni unnt að telja það sennilegt að þeir
séu taldir í Landnámabók sem hefur í fyrsta lagi orðið til um 1100.
Rétt er að taka fram að undirritaður hefur aldrei haldið því fram að
„ ... ýmsir landnámsmenn hafa sjálfsagt aldrei verið til nema sem liður
í örnefnum“, eins og ætla mætti af þessari síðastnefndu grein Jakobs
Benediktssonar.
12. Saga íslenskra fornsagnarannsókna á tuttugustu öld hefur aldrei verið
rituð. Þar er um mikilvægt sagnfræðilegt viðfangsefni að ræða. Við
rannsókn sagnaritunarsögu aldarinnar kæmu fram söguviðhorf þau
sem helst eru uppi meðal þjóðarinnar.
13. Aristóteles, Um skáldskaparlistina, Islenzk þýðing eftir Kristján
Árnason (Reykjavík 1976), bls. 59.
14. Gömul dæmi um óskýra notkun hugtaka af þessu tagi má finna í hinu
rómantíska verki P. E. Múllers, Sagabibliothek I (Kjöbenhavn 1817),
bls. 15-33, þar er talað um „Ægthed“, „Falskhed“, „Paalidelighed",
„Sandfærdighed“, „Troværdighed“, „historisk umuelig Saga“ og
„psykologisk umuelig Saga“, sjá einnig P. E. Múller, Sagabibliothek II
(Kjöbenhavn 1818), bls. 1-32, þar ertalað um „Paalidelighed", „Aut-
henti“ og „Ægthed“.
Ung dæmi eru í T. Anderson, The Problem of Icelandic Saga Ori-
gins. A Historical Survey (New Haven 1964), bls. 41—42 og 49-50, þar
er talað um „historicity“.
I seinni tíð varðar þetta ekki síst fræðimenn þeirrar ungu fræðigrein-
ar sem nefnd hefur verið „bókmenntafræði“ (Litteraturwissenschaft,
Literary Studies eða þ. h.), þeim virðist stundum í mun að láta sem
sagnfræði sem vísindagrein sé ekki til. Almenningur hefur á hverjum
tíma sín söguviðhorf og söguskoðun án djúphugsaðra raka. Af því að
saga er öllum tiltæk í einhverri mynd er líka auðvelt fyrir alls konar öfl