Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 90
296
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
særi því gegn yfirburðum, er spennir um gervalla hnattkúluna.
[. . .] Veröldin er samsæri vangetunnar gegn snildarandanum. Til
hvers er borgarinn í augum afbrigðamannsins?" (264-5). En
afburðamaðurinn er sjálfur „afbrigði“ af borgaranum; hann hafnar
borgaralegu sjálfi en er þó holdgerving drauma þess, frelsis og upp-
hafningar. Ornólfur segir um kapítalísk kraftaverk sín: „Ég lifði
altaf eins og meinlætamaður, og einmitt þetta hefur gert mig
sterkan, hve hlífðarlaust ég ávalt stóð gegn öllu hinu mannræna í
fari mínu; einbeitíng krafta minna út yfir hið mannlega hefur gert
mig hæfan um að hefja mig yfir hið almenna“ (238).
En sagan setur sérhæft meinlætalíf sífellt í samband við dauðann,
eins og sjá má í dæmum hér á undan. Líkt og Steinn hvarf faðir
Alban, fyrirmynd Steins í fullkomnun, frá listinni til trúarinnar.
Trúin leiðir hann í vist kartúsíanmunka og „Sá, sem gerist Karþús-
íni, er dáinn og grafinn fyrir heiminum" (468). Á öðrum stað er
vitnað til þess að fullkomnun sé hvergi nema í krossinum (320), en
skömmu áður hefur Stein raunar dreymt afar nýtískulega kross-
festingu Jesú Krists (288). Kafla sem lýsir vígslu nýmunka lýkur á
þessa leið: „alt er þögult eins og á undan aftöku" (327). I sögulok
fer svo fram aftaka Steins. Hér að framan var trúnni á návist Guðs
líkt við traust okkar á tilvist merkingarreglna í tungumálinu og
öðrum táknkerfum. En þegar einstaklingurinn leitar eftir fullkom-
inni merkingu þá verður hann jafnframt að fórna sjálfum sér á stalli
hennar.
Þarmeð er Diljá einnig allri lokið. Lífið heldur áfram, fyrsti
sporvagninn fer hjá og bændur koma á markaðinn, og Diljá gengur
kannski aftur í einhverjum myndum í síðari verkum Laxness, en í
lok Vefarans er Diljá steinrunnin. Þar sem við sjáum síðast til
hennar mænir hún á Péturskirkuna sem hefur gleypt Stein Elliða,
„hún horfði í andlit kaþólskunnar. Og þar stendur skrifað með
stórum stöfum: TU EST PETRUS: ET SUPER HANC PETRAM
EDIFICABO ECCLESIAM MEAM. Það útlegst: Þú ert Steinn,
og á þessum Steini mun ég reisa kirkju mína“ (501). I fullkomnun-
arþrá sinni gerir Diljá ástina að trúarbrögðum og vígist til þeirra í
offorsi þess sem vill hefja sig yfir hið mannlega.
Þannig teflir sagan saman öfgum sem beinast gegn borgaralegu
sjálfi og ógna jafnframt borgaralegu jafnvægi og tilvist einstak-