Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 202
408
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
fyrst gefin út af Konrad Maurer í Leipzig 1858. Árið 1878 gaf Þorleifur
Jónsson, cand. phil., söguna út eftir útgáfu Maurers og fyllti báðar eyðurn-
ar eftir eyðufyllingum í handritum frá 19. öld. Utgefendur Svh. geta að þeir
hafi notað útgáfu Kálunds frá 1898, enda ekki á annarri útgáfu völ sem fer
beint eftir handritinu. Einnig segjast útgefendur Svh. prenta 2 eyðufylling-
ar. Kálund prentar aðeins fyrri eyðufyllinguna í heild en þá seinni að hluta
og endursegir hitt, og honum er fylgt hér blint þótt annað sé í raun sagt.
Fyrir framan fyrri eyðufyllinguna segir í útgáfu Svh.: „Hér er prentuð
eyðufylling frá 19. öld.“ Þegar hún er borin saman við útgáfu Kálunds
kemur í ljós, að upphaf hennar er frábrugðið því sem er þar, svo að ekki er
prentað eftir þeirri útgáfu. Ekki er eyðufyllingin heldur prentuð eftir út-
gáfu Þorleifs Jónssonar því að orðamunur er á útgáfunum. Þótt ekki sé
þetta mjög mikilvægt er ljóst, að ekki kemur glögglega fram hjá Svh. hvað-
an öll fyrri eyðufyllingin er komin, en hér var ekki talinn staður til að leita
uppi heimild hennar. Seinni eyðufyllingin er hjá Svh. aðeins prentuð eftir
útdrætti Kálunds. Vel hefði verið við hæfi að prenta hana alla í þessari út-
gáfu Svh., fyrst farið var að prenta fyrri eyðufyllinguna. Seinni eyðufyll-
ingin er kunn íslenskum lesendum úr útgáfu Þorleifs Jónssonar og 1. útgáfu
sögunnar í útgáfu Sigurðar Kristjánssonar 1897, en í 2. prentun í sömu rit-
röð var báðum viðaukunum sleppt.
Það er nokkuð sérkennileg árátta hjá flestum útgefendum íslenskra forn-
sagna að sleppa alltaf fyrirsögnum kafla, þótt í handritum standi, að vísu
ekki alls staðar. Svo var að farið í útgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Einnig er
fyrirsögnum sleppt í Islenzkum fornritum að því er virðist af því að fallegra
hefur þótt að hafa tölusetningu og siðan orðið kapítuli. I útgáfu Svh. eru
aðeins kaflanúmer en fyrirsögnum þeirra sleppt. I Gull-Þóris sögu eru
t. d. alls staðar fyrirsagnir og meira að segja gat Kálund lesið fyrirsagnir
þeirra tveggja kafla, sem vantar í miðja söguna, en ekki tókst að lesa að öðru
leyti.
Hallfreðar saga. Hér er breyting til bóta. Sagan er nýlega komin út í
vandaðri textaútgáfu, þar sem af sumum hlutum sögunnar eru prentaðir 4
textar en aldrei færri en 2. Fyrri útgáfa Bjarna Einarssonar er frá 1953 en
ekki 1956. Hér í útgáfu Svh. eru alls staðar prentaðir tveir textar og viðbót
úr Flateyjarbók að auki, en í mörgum eldri útgáfum var textum oft hrært
saman á villandi hátt.
Harðar saga. Eðlilega er farið eftir útgáfu Sture Hasts 1960, en í Skírni
1961 (260-262) birti Þórhallur Vilmundarson ritdóm um þá útgáfu og eru
þar fáeinar leiðréttingar, sem ekki hafa allar komist inn í þessa útgáfu.
Hrafnkels saga. Þar er einnig nýjung til bóta. Samkvæmt rannsóknum
Peter Springborgs er annar texti þessarar mjög svo umtöluðu sögu upphaf-
legri en sá sem hingað til hefur verið prentaður. Þessi texti er því prentaður
hér í fyrsta sinn.
Ljósvetninga saga. Árið 1975 gaf Jón Helgason út 7 skinnbókarblöð
„Syvsagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)“. OpusculaV. Þartókstaðlesabet-