Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 188
394
SKÍRNIR
JÓN R. GUNNARSSON
A hinn bóginn má greina nokkur vatnaskil í þessari hefð við
upphaf síðustu aldar. Vélmennin fara að verða stórum tíðara við-
fangsefni rithöfunda, og það endurspeglar án efa ýmsar hliðar á
samfélagsþróun þess tíma. Skriður var kominn á iðnbyltinguna í
ríkjum Vestur-Evrópu, fjölmenn verkalýðsstétt var að myndast,
og htlgmyndin um vélhjúin hlýðnu tók að verða mönnum hug-
stæð.
Ekkert er mannlegu hugviti ofviða - sá var boðskapur sýningar-
innar í Dresden 1813. Fegurri framtíð blasti við en nokkru sinni
áður, allur vandi mannkyns yrði leystur von bráðar með tilstyrk
tækninnar. Og grátbroslegt er það, að einatt má lesa langar máls-
greinar úr lýsingum á sýningunni, sem mundu sóma sér hið besta
óbreyttar í öllum þeim lofgerðum um upplýsingatæknina, sem nú
flæða yfir okkur daglega. Og samt draumsýnir manna frá 1813.
Tæknin þá, það voru gufuvélarnar. Síðar bensínhreyflar, rafmagn,
flug, kjarnorka . . . Og viðbrögðin og hrifningin áþekk hverju
sinni. Kipling fékk hugljómun, eftir að flugtilraun þeirra Wright-
bræðra heppnaðist, svo að saga varð úr skömmu eftir aldamót, þar
sem hann dregur upp mynd af því þjóðfélagi framtíðarinnar, sem
flug og aukin samskipti manna muni leiða til. Veröld allsnægta, án
styrjalda, sameinaður heimur undir einni velviljaðri alræðisstjórn
með viktoríönskum brag. Áþekkar vonir bundu menn við síma og
útvarp. Nú eru það tölvurnar, aukin, hröð tjáskipti og linnulaust
upplýsingaflæði, sem öllu eiga að bjarga. Og miðstýringu upplýs-
inganna um hnöttinn allan ber ósjaldan á góma líkt og hjá Kipling
forðum. Þar er hið velviljaða alræði einnig skammt undan í umræð-
unni í mörgum ritum, og alræði er einmitt ein meginhættan, sem
margir óttast, að fylgja muni upplýsingaöldinni.
Hinn tóninn, efasemdirnar, efasemdir um mátt og ágæti tækn-
innar, má eins rekja aftur til nítjándu aldar að minnsta kosti. Ann-
ars vegar óaði mönnum við félagslegum áhrifum þeirrar tækni-
væðingar, sem útrýmdi á skömmum tíma mörgum gamalgrónum
stéttum handverksmanna. Ur bókmenntum eru vefararnir að lík-
indum þekktasta dæmið. Starf var gert óþarft og með því maður-
inn, sem starfið vann. Lagður niður, dæmdur ómerkur og óþarfur.
Og í hnotskurn má segja sem svo, að hin óðfluga tæknivæðing
undangenginna tveggja alda hafi framar öðru haft þetta í för með