Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 191
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
397
Að þyrla ryki í augu andstæðings síns; færa óreiðuna í gervi and-
hverfu sinnar, upplýsinganna. Og það sem nú er skrifað og skrafað
um upplýsingarnar svonefndu, virðist ósjaldan brennt einmitt
þessu marki: tjáskiptafyrirbæri hvers konar, sönn eða login, merk
eða ómerk; allt er þetta kallað upplýsingar. Og öld okkar við þær
kennd.
Þrátt fyrir allt fylgir máttur slíkum upplýsingum. Ótrúlegur
máttur. Auður ekki síður. Það vissu menn þegar í fornöld, að upp-
lýsingar eru lykill jafnt að auði sem völdum. Og næstum er það
grátbroslegt að lesa nú æ ofan í æ, að hér sé nýuppgötvuð auðlind
fundin; vanrækt auðlind, sem eftir á að nýta, jafnvel auðlind, sem
eftir eigi að styrkja íslenska hagkerfið betur en aðrar auðlindir hafa
gert.
Þessi sundurlausu þankabrot hófust á tilvitnun í Fást. „Fimmtu-
kynslóðaráætlun“ Fásts mætti segja. Menn muna, hvernig fór fyrir
Fást. Tilviljun er það e. t. v. ekki heldur, að við vöggu mannver-
unnar nýsköpuðu setur Goethe Mefistófeles sjálfan. Og hrifinn er
þá Wagner, herbergisþjónn Fásts; minnir næstum á postulana hjá
ICOT:
Was wollen wir, was will die Welt noch mehr?
Denn das Geheimnis liegt am Tage.
Og mannveran nýfædda, Homunculus, ávarpar kunningja sinn,
Mefistófeles, á undan öðrum:
Ein gut Geschick fiihrt dich zu uns herein;
Dieweil ich bin, muss ich auch tatig sein.
Ich möchte mich sogleich zur Arbeit schurzen.
Du bist gewandt, die Wege mir zu kúrzen.
En hinar nýju frænkur Homunculusar, tölvurnar, standa nú um
alla veröld, nýtilegar jafnt til góðs sem ills, til að tortíma mannslíf-
um eða bjarga þeim. Þær bíða starfa; reiðubúnar, spyrja hvorki um
markmið né gildi verka þeirra, sem þeim verða ætluð; vinna jafn-
fúslega úr háspeki og hálfvitaskap; morð og miskunnarverk eru
þeim eitt. Þær bíða, þeim verður gert að axla ábyrgð af hugsun okk-
ar og verkum. Og í hvers höndum eru þær nú? I hvers höndum
verða þær? Hver eru verkin, sem þeim hefur verið trúað fyrir og
verður trúað fyrir? Hvað verður um þá, sem vinna þau verk nú?