Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 130
336
HELGI SKULI KJARTANSSON
SKÍRNIR
ur luku ekki gerð þeirra skurða og garða sem ætlast var til að þeir
önnuðust hver hjá sér. Og mikið af því landi, sem þó var unnt að
veita á, var ekki nýtt að staðaldri til heyskapar.
Hins vegar voru slægjur í áveitunum góðar, þegar þær voru á
annað borð nýttar. Sigurður búnaðarmálastjóri telur meðalhey-
feng af Flóaáveitunni varla meira en 15 hesta af ha, sem er ívið
minna en það hálfa kýrfóður sem menn höfðu vænst fyrirfram, en
þó fáist 20-30 hestar af ha, og jafnvel 40-50, þar sem vel sé um
áveituna hirt og henni hlíft við beit.20 Þannig virðast áveiturnar
hafa haft tæknilegar forsendur til að gefa það af sér, sem til var
ætlast, ef menn hefðu séð sér hag í að nýta þær. Og vafalaust bættu
áveiturnar búskaparskilyrði á þeim jörðum sem þær náðu til. Þótt
heyfengur ykist ekki stórkostlega, gáfu áveiturnar betra hey af
minni svæðum og með minni fyrirhöfn en engjaslægjurnar áður, og
að þeim var einnig hagabót. Hliðarframkvæmdir Flóaáveitunnar,
vegagerðin og einkum bygging Mjólkurbús Flóamanna, voru einn-
ig mikil lyftistöng fyrir héraðið.
En hafi áveiturnar gert gagn, var það vegna þess að ríkið tók á sig
fjárfestingarkostnað þeirra nærri alfarið. Ef bændur hefðu ekki
fengið áveiturnar mikið til gefins, hefðu þær orðið búrekstri þeirra
óbær baggi. Sem fjárfesting voru þær m. ö. o. misheppnaðar. Að
vísu má segja um ýmsar gagnlegar opinberar framkvæmdir, að
þeim er aldrei ætlað að skila beinum arði. (Hugsum um vegi, raf-
veitur, endurvarpsstöðvar útvarps og sjónvarps . . . ) En svo var
ekki um áveiturnar. I framkvæmd þeirra var ráðist í þeirri trú að
þær væru arðbær atvinnufyrirtæki, og ríkinu var ekki ætlað að bera
til frambúðar nema fjórðung framkvæmdakostnaðarins. Fjárveit-
ing til þeirra hefði naumast komið til álita, hefðu menn séð fyrir
hversu fara myndi um arðsemi þeirra.
Þannig reyndust hinir vísustu menn hafa misreiknað sig býsna
illilega um gagnsemi áveitnanna. Raunar þarf það ekki að vera
undrunarefni þótt hugmyndir frá því fyrir 1910, sem menn héldu
enn tryggð við um 1920, ættu illa við eftir 1930. En á hvaða hug-
myndum byggðust áveiturnar miklu, og að hvaða leyti reyndust
þær rangar?