Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 189
SKÍRNIR
SKIRNISMAL
395
sér: vélar verða æ þarfari, menn að sama skapi óþarfari. Vefararnir
í Slesíu tóku þessu ekki með þögninni, og við skulum ekki lá þeim
það. Og á okkar tímum er daglega verið að gera menn óþarfa, því
hraðar sem vélarnar eflast. Félagslegu áhrifin blasa við hvarvetna,
um þau þarf ekki að fjölyrða.
A hinn bóginn gat ekki hjá því farið, að það særði siðferðiskennd
sumra að horfa á, hvernig menn hopuðu fyrir vélum hvarvetna,
hvernig mannleg reisn var að engu höfð í stefnulausri og blindri
framrás síaukinnar tæknivæðingar. Efasemdamönnum um ótví-
rætt ágæti tækninnar jafnt þá sem nú má þannig skipta í tvo hópa
með nokkrum fyrirvara. Félagsleg áhrif tækninnar vekja ugg
margra. Efasemdir annarra eru fremur af siðferðislegum toga
spunnar. En því fer fjarri, að nokkur skýr markalína verði dregin
milli þessara tveggja hópa.
„Vélin drottnar,“ skrifaði Paul Valéry fyrir rúmum sextíu árum.
„Hún velur okkur verkin, við lögum okkur að hentugleikum
hennar. Hægt og bítandi er hún að skapa manninn í sinni eigin
mynd.“
En færum okkur nær okkar eigin tíma: „Alls staðar finnum við
drauminn um að dæma manninn óþarfan. Draumurinn um hið al-
gjöra upplýsingaflæði um hnöttinn er alræðisdraumurinn að nýju,
nú tjáður á máli tölvualdar,“ segir norska skáldið Stein Mehren í
bók sinni, Corona.
Hér tala skáld, munu tölvudýrkendur segja. Og það heyrir
skáldum til að taka í hnjúkana; til þess eru þau. Þess vegna er vert
að skjóta því að hér, að skáldin eru ekki ein um efasemdirnar. Sum-
ir merkustu tölvufræðingar sögunnar, menn sem með rökum má
kalla feður tölvufræðanna, hafa brugðið upp slíkum framtíðarsýn-
um til varnaðar, að orð manna á við Valéry og Mehren verða
áþekkust barnasögum í þeim samanburði. Ef til vill gefst kostur á
að fara nokkrum orðum um boðskap þeirra í næsta Skírmshcíú.
En C. Northcote Parkinson kom hingað til Islands í júlímánuði
1987, fyrirlas og sló á létta strengi, eins og honum er lagnast. Raun-
ar ekki einungis léttu strengina. 16. júlí 1987 vitnar Morgunblaðið
svo til orða hans:
Tækniöldin stendur á þrösk'uldinum og ég ætla mér ekki þann barnaskap
að berjast á móti því óumflýjanlega. En ég vara ykkur við helstu meinsemd