Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 183
SKÍRNISMÁL
Tölvur: dásemdir/efasemdir
ÞankabrotI
Wagner: Velkominn inn á örlagastund!
(lágt) En okkar skal þó gera hljóðan fund,
því undursamlegt ævintýr er spunnið.
Mefistóf eles: Hvað er á sey ði ?
Wagner: (enn lægra) Að sköpun manns er unnið.
(Fást, 2. hluti, 2. þáttur. Tilraunastofa Fásts).
ICOT var sett á laggirnar í Japan í aprílmánuði 1982 og þá jafnframt
kynnt á alþjóðlegri fjöldaráðstefnu. Að baki þeirri skammstöfun
leynist heitið „Institute for New Computer Technology“. Hér er
um að ræða samvinnuáætlun allra fremstu tölvufyrirtækja í Japan,
og markmið stofnunarinnar var að færa alla tölvuvæðingu á nýtt og
æðra stig áður en níunda áratug aldarinnar lyki. Til hennar hefur
runnið drjúgur milljarður bandaríkjadala, a. m. k. tveir milljarðar,
segja sumir. „Fimmtukynslóðaráætlunin“ er nafnið, sem þessari
áætlun er venjulega valið, og efst á dagskrá er fyrirbærið gervi-
greind, sem svo er nefnt. Með þessu nýstárlega framtaki á að gæða
tölvur velflestum eiginleikum manna, hvorki meira né minna, og
reynt er að telja okkur trú um, að það sé ekki aðeins æskilegt og
hægt, heldur sé það okkur jafnframt bráð nauðsyn. Hvað knýr
eiginlega á? Hver verður fengurinn? Væri þessi máttuga tækni ekki
betur nýtt til að draga úr öllu því, sem sárast brennur nú á þeim
mönnum, sem fyrir eru, fremur en að fjölga mönnum, breyta vél-
um í menn?
Svörin eru orðin mörg og hvorugt hefur farið í þrot, lofgerðir né
lofsöngvar um þá framtíð, sem áætlanir af þessu tagi boða okkur.
Og því fer fjarri, að talsmenn ICOT séu einir um slíka drauma, sem