Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 173
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
379
skoðanir okkar á því, hvað sé fullnægjandi rökstuðningur í
dómum, ekki heldur hinar sömu. Auk umfjöllunar um þessi álita-
efni verður hér getið nokkurra atriða til fyllingar grein hennar.1
II
Það stuðlar væntanlega að skilningi á umræðuefninu, ef lesendur
hafa nokkurt yfirlit yfir það, sem íslenskir dómstólar hafa fyrir
stafni.
Sem næst 135 lögfræðingar vinna dómsstörf hér á landi,2 en
vegna fjölbreyttra verkefna margra dómara, sem starfa utan
Reykjavíkur, er líklegt, að „mannár“ við dómsstörf séu rúmlega
115. Til dómara er beint um 260.000 erindum á ári hverju.3 Lang-
flest eru þau afgreidd vafningalaust og án þess að dómur sé kveðinn
upp. Eru þar á meðal um 200.000 þinglýsingar og aflýsingar og um
18.000 lögtök. Um 6.000 málum lýkur með sátt og sennilega eru
rúmlega 20.000 skuldamál nú afgreidd með áritun dómara á stefnu
þá, sem sækjandi gerir úr garði. Eru þetta svokölluð áskorunarmál,
en um þau voru reglur fyrst settar 1968. I þessum málum er ekki
kveðinn upp eiginlegur dómur. Nú eru áform um að gera víxla að-
fararhæfa sem kallað er, og verður þá heimilt að fara með þá beint
til fógeta án þess að dómur hafi áður gengið á bæjarþingi eða auka-
dómþingi. Þegar þinglýst er, lögtök gerð, ritað á stefnur í áskorun-
armálum eða víxilmál dæmd, er yfirleitt ekki um að ræða deilu í
neinum venjulegum skilningi. Askorunarmál og langflest víxilmál
snúast um peningakröfur, sem skuldarar mótmæla ekki eða aðeins
til málamynda, en borga þó ekki. Til að gera langa sögu stutta má
segja, að dómar í málum, þar sem kalla má að um réttarágreining sé
að ræða, séu innan við 2000 á ári. I sakadómi í héraði eru árlega
dæmd rúmlega 1000 opinber mál. Héraðsdómar í einkamálum eftir
málflutning, sem það nafn er gefandi, eru sennilega 600-700 á ári.
Hæstaréttardómar eru alls um 250 á ári. Það eru röksemdirnar í
þessum dómum, sem Hjördís fjallar um í grein sinni.
Þær tölur um fjölda erinda, sem dómarar fá í hendur og nefndar
voru, minna á að viðfangsefnin eru ekki aðeins meðferð mála, sem
lýkur með rökstuddum dómum. Þjóðfélagshlutverk dómara er að
skrá ýmis lögvarin réttindi, koma fram efndum á peningaskuld-