Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 214
420
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR SKÍRNIR
lent watchfulness. Much emphasis is laid on the importance of travel
and of social intercourse in developing the mind. None of this will
seem entirely strange to the reader who comes to Hdvamál from the
Icelandic Family Sagas, but he will nevertheless be struck by two
substantial differences. First, the Gnomic Poem has very little to say
of the heroic [.. .]. Secondly, the ætt, the family, one’s kinsmen, are
barely mentioned at all. . . (18)
Hvað yrði sagt um fræðimann sem fullyrti að sá sem lesið hefði skáld-
sögur Halldórs Laxness og Jakobínu Sigurðardóttur en tæki síðan að
kynna sér ljóð Einars Benediktssonar, fyndi þar margt sem hann þekkti en
hlyti að verða sleginn af því hve miklu minna færi fyrir sósíalisma hjá Einari
en hjá skáldsagnahöfundunum tveimur? Nú er mér að vísu ljóst að sá sem
kannar skáldskap, sem óvíst er hve gamall er og enginn þekkir höfund að,
hugleiðir einatt önnur atriði en hinn sem hugar að verkum nafngreindra
höfunda á tilteknu skeiði. En það breytir ekki því að samanburður eins og
að framan er getið er ótækur. Jafnvel þó litið sé hjá því að Evans virðist telja
víst að menn undrist að Hávamál eru sísona eins og þau eru en ekki öðru-
vísi, stendur eftir að fráleitt er að ætla að skáldverk, sem samin eru á svipuð-
um tíma eða eru til í handriti frá sama skeiði, hljóti að einkennast af áþekk-
um viðhorfum eða vitna á sama veg um þá menningu er ól þau af sér.
Evans er þeirrar skoðunar að Gestaþáttur Hávamála sé „clearly of Nor-
wegian origin“ (13). Hann vill sýna fram á að svo sé og að þátturinn vitni
ekki um veröld víkingsins eins og Sigurður Nordal gat sér til um, þ. e. a. s.
ekki „in the strict sense“ (19) eins og Evans orðar það, heldur um lífið í
Noregi eftir að fornar lífsreglur og lífsskoðanir höfðu farið halloka fyrir
einstaklingshyggju á tímum víkingaferða. Hér verður látið liggja milli hluta
að Evans virðist misskilja dálítið kenningu Sigurðar. En þess skal hins veg-
ar getið að máli sínu til stuðnings nefnir hann m. a. - auk orðfæðarinnar um
hetjuskap og ætt - að ferðirnar sem ber á góma í Gestaþætti séu flestar á
landi en ekki á sjó (allrasíst á úthafi) og miðist við fótgangendur í heima-
högum.
Sú afstaða til skáldskapar sem felst í þessari röksemdafærslu kemur enn
skýrar fram í máli Evans um 78.-95. vísu. Hann segir:
As in the Gnomic Poem, the scene implied is Norwegian, or at any
rate non-Icelandic: besides the cremation, note the wolf (85), the
snake, the bear and the king (86), and the reindeer (90). (23)
A Islandi hafa varðveist ágætar öfugmælavísur sem miðla tiltekinni lífs-
speki líkt og Hávamál - þó á annan hátt sé. Vísurnar hafa verið kenndar
Bjarna Borgfirðingi Jónssyni, sem uppi var á síðari hluta 16. aldar og fyrri
hluta hinnar 17., enda hafa menn alltaf gengið út frá því að þær væru ramm-