Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 208
414
GUÐRUN NORDAL
SKÍRNIR
þó ræður miklu það sjónarmið að halda til haga sem mestu úr
báðum gerðum Sturlunga sögu lesendum til fróðleiks og ánægju.
(xcvii)
Utgefendur gefa sér því meira frelsi en þeim væri skammtað ef um fræði-
legri útgáfu væri að ræða. Þrátt fyrir að textinn virðist undirbúinn af kost-
gæfni og vandvirkni, er í útgáfunni ekki unnin sú grundvallarvinna í rann-
sóknum á Sturlunga sögu sem gæti fært okkur nær endanlegri lausn á texta-
vandamálum sögunnar.
Kálund vísar útgefendum einnig veginn þegar valin er sú leið að gefa
Sturlungu út sem samfellda sögu. Ein meginástæða þess að ekki er tækilegt
að prenta upprunalegan texta sögunnar er, eins og tekið er fram í inngangi:
I þessari útgáfu er ekki reynt að finna upprunalegan texta sögunnar
enda verður það ekki gert nema með textarannsóknum sem taka
langan tíma, því að sagan er ekki varðveitt heil á skinni og erfitt um
vik að að endurgera texta eftir pappírshandritum þar sem þau blanda
saman textum skinnhandritanna. (xcv)
Hér reka útgefendur sig á hve rannsóknir á handritum Sturlunga sögu eru
ófullkomnar og í þessu efni bæta þeir engu við fyrri útgáfur sögunnar. Það
er kannski aðgengilegra fyrir nýja lesendur að lesa Sturlungu í stökum
sögum, því þannig er auðveldara að fylgja söguþræðinum. En það fer vel á
því að gefa Sturlungu út eins og handritin fyrirskipa, í fyrsta sinn í 77 ár, og
verður það vafalaust gert í framtíðinni. I útgáfunni er þó sýnt hvenær einni
sögu sleppir og önnur tekur við og gerir það eflaust lesturinn léttari fyrir þá
sem þekkja Sturlungu í fyrri útgáfum.
Sömu reglur gilda um frágang vísna í þessari útgáfu og um óbundið mál.
Hér er farin sú leið, sem nú er oftast valin, að prenta vísu eins og hún kemur
fyrir í því handriti sem fylgt er hverju sinni, en nota ekki lesbrigði úr öðrum
handritum, sem kynnu að hafa fegurri kveðandi. Vísnaskýringar eru skýrar
og greinargóðar og þjóna vel þeim tilgangi sem af þeim er ætlast.
III
Það er torvelt að gefa Sturlungu út án nokkurra skýringa. Atburðirnir eru
oftast svo nærri höfundum sagnanna að tíminn hefur ekki greitt úr flækju
þeirra. Mannskarinn, sem fyllir síðurnar, getur ruglað lesandann í ríminu
og sjálfur er textinn víða torskilinn. Þetta gera útgefendur sér vel grein
fyrir, og helga því meginhluta þriðja bindis útgáfunnar skýringum við texta
sögunnar, sem kallast Skýringar og fræði. Bindið hefst á almennum inn-
gangi, sem skrifaður er af ritstjórn, til kynningar á sögunni og til skýringar
á útgáfunni.