Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 54
260
KIRSTEN WOLF OG JULIAN M. D’ARCY SKÍRNIR
sín. Þannig urðu villur í latínuþýðingunni gjarnan að villum hjá
Scott, en auk þess hætti honum til að fremja „málfarsleg afglöp“.22
Það eru raunar fáar beinar þýðingarvillur (þ. e. orð fyrir orð) í Ab-
stract og þær skipta ekki miklu máli því þær breyta ekki merkingu
sögunnar. Þannig eru samkvæmt sögunni níu menn í allt sagðir
leggja upp frá Helgafelli til að vega Arnkel (XXXVII, 188/9),23 en
Scott hefur Snorra goða auk níu manna annarra (499). I sögunni
drukknar Þóroddur skattkaupandi út „fyrer Enni“ (LIV, 274/5),
sem er höfði á Snæfellsnesi, en Scott segir hann drukkna „á leið yfir
ána Enna“ (507).24 Björn Ásbrandsson heldur hnífi að brjósti
Snorra í sögunni (XLVII, 250/51), en samkvæmt Scott heldur hann
hnífnum að hálsi hans (503). Onnur ónákvæmni er það þegar Scott
kallar draugana á Fróðá „goblins" (509), og það var ekki Barna-
Kjallakur sem átti í deilum við Þorstein Þórólfsson um lönd á Þórs-
nesi (480) heldur sonur Kjallaks, Þorgrímur (IX, 20/21). Scott læt-
ur Þorbrandssyni neita Arnkatli leyfis að fara um landareign þeirra
með lík föður síns (489), en í sögunni neita þeir aðeins að aðstoða
við að grafa föður Arnkels eins og þeim bar þó að lögum (XXXIV,
36/7).
Þessi mistök virðast flest stafa af hirðuleysi og fljótfærni, og sem
fyrr segir breyta þau sjaldnast nokkru um gang sögunnar. Það eru
hins vegar aðrar villur sem afbaka hana til mikilla muna. Scott dreg-
ur til dæmis þá ályktun af því þegar móðir Snorra giftist aftur að
fóstur Snorra hafi færst yfir á Börk digra (481).25 Hér er samband
þessara manna rangtúlkað og Scott gleymir því eða lítur framhjá
því að sagan segir skýrt og greinilega að Snorri hafi verið sendur til
Alftafjarðar í fóstur hjá Þorbrandi (XII, 30/31). Síðar í Abstract
lýsir Scott vanþóknun sinni á harkalegum og ódrengilegum aðferð-
um Snorra í deilu hans við helsta mótstöðumann sinn, Arnkel. „Því
þótt hann væri prestur var hann [Snorri] síður en svo vandur að
meðulum við slíkar aðstæður“ (499).26 Hér er ljóst að sú enska hefð
að þýða „goði“ sem. „priest“ (prestur) hefur ruglað Scott því at-
hugasemdir hans sýna að annaðhvort veit hann ekki hvert hlutverk
íslensku goðanna er eða þá að hann ruglast í ríminu, því deila
Snorra við Arnkel átti sér stað nokkrum árum áður en kristnitaka
fór fram á íslandi og áður en Snorri sjálfur tók skírn (XXXVII,
190/91 og áfram). Enn furðulegra dæmi um ónákvæmni Scotts og