Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 198
404
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
hafa talað um að þessar bækur séu heldur stórar, en í endurprentun á síðasta
ári eru bindin 3 og í öskju; eru bækurnar þá orðnar öllu meðfærilegri en
áður. Blaðsíðutal er óbreytt í endurprentuninni. Hér eru allar Islendinga
sögur í tiltölulega handhægu formi. Þessar þrjár bækur eru álíka þykkar og
jafnmörg væn bindi af Islenzkum fornritum. Uppsetning og letur á útgáfu
Svh. er áþekkt venjulegum bókum á þessum árum. Engin leið er að gera öll-
um til hæfis nema með því að gefa sögurnar út með mörgu móti, t. d. einnig
í vasaútgáfu. Bækur Islendingasagnaútgáfunnar komu út er menn höfðu
húsakynni til að veggfóðra og peninga til kaupa, og er þær komu fyrst var
einnig takmarkað vöruúrval svo að útgáfan bætti m. a. úr vissum þörfum.
Nú finnst aftur á móti ýmsum, að þeir hafi vart nægjanlegt húsrými fyrir
bækur og þess vegna er algengt að gefa út svokallaðar stórbækur. Báðar
þessar útgáfur fylgja því tísku síns tíma.
I inngangi fyrir hverju bindi hjá Svh. er gerð grein fyrir sögum þess og
er í seinni prentuninni bætt við litlu íslandskorti, þar sem merkt er inn á
hvar á landinu sagan á að hafa gerst og er kortið tvímælalaust til bóta. Einn-
ig er bætt við í öðru bindi um 50 síðna inngangi: „Um Íslendinga sögur“.
Það sem sagt verður um útgáfuna hér verður miðað við endurprentunina í
3 bindum.
Með bókunum fylgir stórt íslandskort, þar sem merkt er inn á viðkom-
andi staði margs konar vitneskja. Einstakir atburðir í sögu eru merktir með
tölusetningu við staði á korti. Vegna þessa korts var tekin saman atriðaskrá
og birtist hún í þriðja bindi endurprentunar og er engin önnur skrá í útgáf-
unni. Allt er þetta mjög gagnlegt, en enn auðveldara yrði að finna viðkom-
andi stað eða atburði ef nafnaskrá væri með. Einnig er á kortinu tafla er
sýnir hvenær sögurnar eiga að hafa gerst og kort sýna sögusvið hverrar
sögu.
Arið 1986 og 1987 komu út tvö bindi frá sama fyrirtæki með heitinu Sí-
gildar sögur I og II, en undirtitill beggja er Islendinga sögur. Hér eru í
hvoru bindi fáeinar Islendinga sögur og þættir og er þær ætlaðar til notkun-
ar í skólum. Textar íslendinga sagna í þessum Sígildu sögum eru eins og
segir í þeim sjálfum „sérprentun úr heildarútgáfu“. Ekki er einu sinni
breytt blaðsíðutali, sem vart ætti að koma að sök. I þessum sérprentunum
eru m. a. sögur sem oft hafa verið lesnar í skólum og sérstakra vinsælda hafa
notið svo sem: Bandamanna saga, Njála, Gunnlaugs saga, Hrafnkels saga,
Laxdæla saga, en einnig eru þar sögur sem minni virðingar hafa notið svo
sem: Bárðar saga, Harðar saga og Króka-Refs saga. Einnig eru í hvoru heft-
anna fáeinir Islendinga þættir. Er ekkert nema gott um það að segja að hafa
val sagna til lestrar í skólum fjölbreytt og ekki fastbundið við einstakar
sögur. Sumar þessara sagna eru mjög skemmtilegar aflestrar, þótt misjafnr-
ar virðingar hafi notið. Með hvoru heftanna fylgir sérstakt skýringahefti.
Fremst í þeim báðum er ritgerðin „Um íslendinga sögur“ sem fyrr var
nefnd. Hún virðist vera í eldri og ófullkomnari gerð í 1. heftinu, en í 2. hefti
er sama gerðin og er í 2. bindi heildarútgáfunnar. Við hverja sögu er nokkur