Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1988, Side 198

Skírnir - 01.09.1988, Side 198
404 EINAR G. PÉTURSSON SKÍRNIR hafa talað um að þessar bækur séu heldur stórar, en í endurprentun á síðasta ári eru bindin 3 og í öskju; eru bækurnar þá orðnar öllu meðfærilegri en áður. Blaðsíðutal er óbreytt í endurprentuninni. Hér eru allar Islendinga sögur í tiltölulega handhægu formi. Þessar þrjár bækur eru álíka þykkar og jafnmörg væn bindi af Islenzkum fornritum. Uppsetning og letur á útgáfu Svh. er áþekkt venjulegum bókum á þessum árum. Engin leið er að gera öll- um til hæfis nema með því að gefa sögurnar út með mörgu móti, t. d. einnig í vasaútgáfu. Bækur Islendingasagnaútgáfunnar komu út er menn höfðu húsakynni til að veggfóðra og peninga til kaupa, og er þær komu fyrst var einnig takmarkað vöruúrval svo að útgáfan bætti m. a. úr vissum þörfum. Nú finnst aftur á móti ýmsum, að þeir hafi vart nægjanlegt húsrými fyrir bækur og þess vegna er algengt að gefa út svokallaðar stórbækur. Báðar þessar útgáfur fylgja því tísku síns tíma. I inngangi fyrir hverju bindi hjá Svh. er gerð grein fyrir sögum þess og er í seinni prentuninni bætt við litlu íslandskorti, þar sem merkt er inn á hvar á landinu sagan á að hafa gerst og er kortið tvímælalaust til bóta. Einn- ig er bætt við í öðru bindi um 50 síðna inngangi: „Um Íslendinga sögur“. Það sem sagt verður um útgáfuna hér verður miðað við endurprentunina í 3 bindum. Með bókunum fylgir stórt íslandskort, þar sem merkt er inn á viðkom- andi staði margs konar vitneskja. Einstakir atburðir í sögu eru merktir með tölusetningu við staði á korti. Vegna þessa korts var tekin saman atriðaskrá og birtist hún í þriðja bindi endurprentunar og er engin önnur skrá í útgáf- unni. Allt er þetta mjög gagnlegt, en enn auðveldara yrði að finna viðkom- andi stað eða atburði ef nafnaskrá væri með. Einnig er á kortinu tafla er sýnir hvenær sögurnar eiga að hafa gerst og kort sýna sögusvið hverrar sögu. Arið 1986 og 1987 komu út tvö bindi frá sama fyrirtæki með heitinu Sí- gildar sögur I og II, en undirtitill beggja er Islendinga sögur. Hér eru í hvoru bindi fáeinar Islendinga sögur og þættir og er þær ætlaðar til notkun- ar í skólum. Textar íslendinga sagna í þessum Sígildu sögum eru eins og segir í þeim sjálfum „sérprentun úr heildarútgáfu“. Ekki er einu sinni breytt blaðsíðutali, sem vart ætti að koma að sök. I þessum sérprentunum eru m. a. sögur sem oft hafa verið lesnar í skólum og sérstakra vinsælda hafa notið svo sem: Bandamanna saga, Njála, Gunnlaugs saga, Hrafnkels saga, Laxdæla saga, en einnig eru þar sögur sem minni virðingar hafa notið svo sem: Bárðar saga, Harðar saga og Króka-Refs saga. Einnig eru í hvoru heft- anna fáeinir Islendinga þættir. Er ekkert nema gott um það að segja að hafa val sagna til lestrar í skólum fjölbreytt og ekki fastbundið við einstakar sögur. Sumar þessara sagna eru mjög skemmtilegar aflestrar, þótt misjafnr- ar virðingar hafi notið. Með hvoru heftanna fylgir sérstakt skýringahefti. Fremst í þeim báðum er ritgerðin „Um íslendinga sögur“ sem fyrr var nefnd. Hún virðist vera í eldri og ófullkomnari gerð í 1. heftinu, en í 2. hefti er sama gerðin og er í 2. bindi heildarútgáfunnar. Við hverja sögu er nokkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.