Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 200
406 EINAR G. PÉTURSSON SKÍRNIR
og Landnáma verður vart talin skemmtilestur öll. Islendingabók hefur Svh.
nú látið prenta með Sturlungu, sem gefin var út í ár.
Þegar þessi útgáfa Svh. er borin saman við Islendingasagnaútgáfuna
kemur í ljós að hér vantar yngstu sögurnar sem er mjög eðlilegt. Einnig eru
í útgáfu Guðna Jónssonar allmargir þættir sem ekki eru hjá Svh. Sumir
þeirra þátta eru úr Sturlungu eða eiga betur samleið með fornaldarsögum
og eiga af öðrum ástæðum vart heima í safnútgáfu íslendinga sagna. I inn-
gangi 3. bindis segja útgefendur, að oft hafi verið erfitt að veljaþættií þessa
útgáfu Svh., en ekki verður annað séð en valið hafi tekist bærilega. Ef litið
er í útgáfu Skuggsjár sést, að allt efni hennar er í útgáfu Svh. og að auki eru
hér 18 þættir til viðbótar. Utgáfa Svh. er með öðrum orðum nokkru fyllri
en útgáfa Skuggsjár, en þær báðar sleppa þeim ritum sem Þórður biskup lét
prenta fyrir réttum 300 árum.
Stafsetning. I inngangi I. bindis er gerð grein fyrir stefnunni við stafsetn-
inguna, sem er venjuleg nútímastafsetning. Þó vildu útgefendur minna á að
smávægilegur munur er á beygingum í íslensku nú og á tímum ritunar sagn-
anna: „er því haldið í allflestar beygingamyndir nafnorða, lýsingarorða,
fornafna og lýsingarhátta sagna. [. . .] Aftur á móti hefur fornum beyging-
arendingum sagnorða í framsöguhætti og viðtengingarhætti verið vikið til
þeirra mynda sem venjulegastar eru nú og má vera að ýmsir sakni þar vinar
í stað“ (s. xi-xii). Það er með öðrum orðum meiri samræming til samtíma-
máls í sagnorðum en fallorðum og ekki samræmi milli orðflokka. Ekki er
gerð grein fyrir af hverju þetta ósamræmi er viðhaft. Trúlega hefur útgef-
endum fundist endingar sagna vera torkennilegri en beygingarendingar
fallorða. Samræming af þessu tæi er alltaf vandasöm og vafaatriðin verða
mörg. Hér er meira sýnt af fornum orðmyndum en gert var í útgáfu
Skuggsjár og er það vel. I Gunnlaugs sögu rakst ég á: „Eg em“ (s. 1174) og
„Islendingar hyggi smátt og væru“ (s. 1189). Fyrra dæmið hefur trúlega
verið talið betra svo, en það seinna er prentvilla.
Heimildir texta. Utgáfa Svh. er lesútgáfa og endurprentun texta, sem
hafa verið gefnir út eða unnir áður. Ekki er stuðst við eina sérstaka útgáfu,
en útgáfa Skuggsjár studdist við Islenzk fornrit og gat þess sérstaklega ef
textar voru komnir úr öðrum útgáfum. I útgáfu Svh. er eins og fyrr sagði
gerð grein fyrir textum hverrar sögu fremst í hverju bindi, en þar stendur
víða þegar taldar hafa verið upp tvær útgáfur eða fleiri, að stuðst sé við báð-
ar eða allar útgáfurnar. Engin grein er gerð fyrir hvernig þetta er gert, enda
er þetta lesútgáfa og því er enginn orðamunur tekinn eða frávik handrita
sýnd nema þegar heilu kaflarnir eða klausurnar eru teknir úr öðrum hand-
ritum en því sem aðaltexti er prentaður eftir. Þessi aðferð gerir það að verk-
um að fræðimönnum mun ekki þykja fært að vitna til þessarar útgáfu, en
þó eru frá því undantekningar.
Hér verða og gerðar athugasemdir við texta nokkurra sagna. Þessi upp-
talning styðst vitanlega ekki við neina heildarrannsókn, en allmargar sögur
nefndar þar sem helst var talin ástæða til að nefna frávik.