Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 190
396
JÓN R. GUNNARSSON
SKÍRNIR
nútímans, leiðanum og tómleysinu sem því fylgir að reyna að breyta
mönnum í vélar og vélum í menn. Oftrú á tæknina er hættuleg. Hún getur
og hefur leikið okkur grátt.
Og nær enn:
Skýrt og skorinort: „Tölva er þjónn en ekki guð“ er heiti for-
ystugreinar DV 23. febrúar 1988. Sjálfsögð sannindi við fyrstu sýn,
er ekki svo? Og samt ástæða til að árétta þetta? Ærin ástæða.
Hér safnast þau saman til okkar, umhugsunarefnin. Forræði vél-
anna og útskúfun manna. Draumurinn um að breyta vélum í menn
og mönnum í vélar. Tölvur í guða tölu. Alræðisdraumurinn. Og
síðast en ekki síst upplýsingar, enn og aftur upplýsingar, upplýs-
ingaöld, upplýsingabylting, upplýsingaflæði. Það er e. t. v. þess
vert að rýna ögninni nánar í þessi hugtök.
Hugtakið upplýsingar er alfa og ómega í boðskap efaleysingj-
anna, sem ég vil kalla svo; mannanna, sem annarlegastar vonir
binda við upplýsingaöldina og minnst skeyta um þær skuggahlið-
ar, sem á henni kynnu að leynast. Heiminn skortir upplýsingar, er
á þeim að skilja, meiri upplýsingar, hraðara upplýsingastreymi. Má
nú e. t. v. spyrja hvað átt sé við með öllu þessu upplýsingatali. Hef-
ur mannkynið í raun ekki alltaf búið við miklu meira magn upplýs-
inga en það hefur með nokkru móti getað torgað? Og spyrja þá
fyrst: Hvaða dýrmætu upplýsingar eru þetta eiginlega, sem for-
sjónin hefur fært okkur svo skyndilega? Upplýsingar? Hvað er
það?
Fyrir 200 árum voru menn ef til vill lítillátari. Þeir notuðu orðið
fremur í eintölu. Þá var upplýsingartímabil, ekki „upplýsingaöld".
Og svörin hefðu orðið skýrari og einfaldari þá. Þar sem fyrir var
fáfræði og formyrkvun, skyldi þekking, skilningur, upplýsing
koma í staðinn. Ekki upplýstar, gervigreindar vélar, heldur upp-
lýstur mannshugi, læst fólk, menntað fólk. Ljós í myrkurs stað,
upplýsing í hinni sönnu merkingu orðsins.
Svörin eru með nokkuð öðru móti í dag. Upplýsingar eru tíma-
bundið og staðbundið afnám óreiðu, er hið þurrlega svar varma-
eðlisfræðinnar og boðfræðinnar. Og einum of oft slysast menn til
að setja jafnaðarmerki milli óreiðu og óvissu. Hlutur er sá, að það
er hægt að setja óreiðu fram eins og um upplýsingar væri að ræða;
slíkur er máttur málsins. Þetta er list hins bragðvísa lögfræðings.