Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 106
312
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
5. Vaka, 1. árg. 1927, bls. 306.
6. „Viðmið“ er íslenskun Þorsteins Gylfasonar á hugtakinu „paradigm“,
sbr. grein hans „Er vit í vísindum?“, Tímarit Máls og menningar, 3-4.
hefti 1975, bls. 259 o. áfr.
7. „Nútímabókmenntir“ á væntanlega að skilja hér í merkingunni „nú-
tímasagnagerð", því Halldór fjallar hvergi um ljóðlist og segir raunar
að „mesti umbrotatími hennar hérlendis varð síðar - á árunum eftir se-
inni heimsstyrjöld" (8) og hlýtur það að skiljast sem svo að formbylt-
ing í sagnagerð hafi gerst löngu á undan samsvararandi umskiptum í
ljóðlist.
8. Vefarinn mikli. Um askuskáldskap Halldórs Kiljans Laxness, II. bindi
(þýð. Björn Th. Björnsson), Helgafell, Reykjavík 1960,, bls. 193.
9. Hér hef ég einnig hliðsjón af notkun samsvarandi hugtaka á öðrum
tungum, sbr. „modern literature" á ensku.
10. „Upphaf íslenzkra nútímabókmennta“, Tímarit Máls og menningar,
2. hefti 1971, bls. 109-120.
11. Peter Hallberg ræðir einnig um þessa þrjá áhrifavalda ásamt fleiri í riti
sínu Vefarinn mikli II, bls. 61-83 og 105-130. Umfjöllun Hallbergs er
töluvert ítarlegri og það veldur mér vonbrigðum hversu litlu Halldór
hefur við að bæta. Eins finnst mér Halldór iðulega festast í glæfralegum
og óþörfum hugmyndum um „áhrif“ þessara höfunda, verka og hug-
mynda á Laxness, sbr. athuganir eins og þessa: „I Rauða kverinu eru
áhrif Weiningers og Strindbergs skýr, en í Heiman egfór hefur Papini
tekið við “ (168). „Ahrif" er gífurlega varhugavert hugtak og „tæki“ í
skáldskaparrannsóknum og það má iðulega forðast það að skaðlausu
þegar fjallað er um textatengsl og hugmyndaskyldleika.
12. Mikhail Bakhtin: Problems of Dostoevsky’s Poetics (þýð. Caryl Emer-
son), University of Minnesota Press, Minneapolis 1984, t.d. bls. 82-84.
13. Hugtakið „menningarbylting" notar Halldór óspart án þess beinlínis
að skilgreina það. Helst virðist það standa fyrir fólksfjölgun og borgar-
líf, vaxandi sundurleitni samfélagsins og stéttabaráttu og ekki síst
fjölgun menntamanna. Halldór bendir á að til sé „orðinn opinber
borgaralegur vettvangur þar sem deilt er um hugmyndalegt og menn-
ingarlegt forræði í þjóðfélaginu. Slíkur vettvangur er forsenda bóka-
markaðar“ (32). Þetta eru semsagt menntamenn á borð við Guðmund
Finnbogason og Sigurð Nordal sem komast vildu „hjá þeirri hug-
mynda- og menningarkreppu sem fylgir iðnvæðingu og borgarmynd-
un“, eins og segir í orðum Halldórs sem áður var vitnað til. Halldór
bendir réttilega á að viss mótsögn fólst oft í menningarstarfi þeirra.
Þeir koma til Islands mótaðir af Evrópudvöl námsáranna en leitast síð-
an við að sporna gegn ýmiskonar hnjaski sem íslensk menning verður
fyrir þegar hinn útlendi „nútími“ tekur að streyma inn í landið; þeir
eru talsmenn jafnvægis og samhengis í þróun samfélagsins (og jafnvel
líka stundum talsmenn stöðnunar í nafni íslenskra hefða).