Skírnir - 01.04.1990, Síða 49
SKÍRNIR
HUGLEIÐING UM FORNSÖGUR
43
þegar farið var að rifja þá upp. Fróðlegt væri annars að vita hvaða „land-
námstími" muni nú þykja hæfilegur „þegar aukin söguleg gagnrýni"
hefur varpað nýju ljósi á gamla landnámstímann sem úrelta söguskoðun.
í umræðum um íslendingasögur, hef ég þó nokkrum sinnum rekist
á eða heyrt ummæli efnislega eitthvað á þá leið að um væri að ræða
snilldarlegar frásagnir, stórkostlegar mannlýsingar og því um líkt, -
hvort sem byggt væri á sannindum eða þetta væri allt tómur skáld-
skapur. Ég hef undrast þetta mjög, því að ég hygg ómótmælanlegt, að
helstu söguhetjurnar hljóti að hafa verið til, og að sömuleiðis eigi flestir
merkustu atburðirnir sér allmikla stoð í veruleika.
Danski rithöfundurinn Martin A. Hansen orðar þetta svo í hinni
skemmtilegu bók sinni, Á ferð um ísland.'0 „Sameiginlegur heimur
sagnanna og samræmið í lýsingum skapgerðar og einkenna frá einni
sögu til annarrar, gera okkur ókleift að trúa því, að þær séu einungis
skáldskapur." - Þessu er ég auðvitað algerlega sammála, en ég hefði
bara ekki getað orðað það svo vel. Þó er margsinnis hægt að sjá þess
merki í bókinni, að hinn danski höfundur er raunar mjög tortrygginn
á fornsögur og hefur að líkindum einnig verið varaður við of mikilli
trúgirni. Samt verða ályktunarorð hans þau sem hér er frá greint.
Ég hafði gaman af að heyra frá því sagt í útvarpinu í vetur að búið
væri að aldursgreina „sýni“, sem tekin hefðu verið við uppgröft í
miðborg Reykjavíkur, og hefðu þau talist vera „frá þeim tíma, sem
Ingólfur er sagður hafa sest að í Reykjavík“, eins og sagði í fréttinni.
Yfirleitt hefur mér virst að það lítið ég heyri sagt frá íslenskum
fornleifarannsóknum, vitni þær ekki gegn gömlum frásögnum. Ekki
veit ég hvort enn hafi verið rannsakaðar til hlítar rústirnar frá Aðalbóli
í Hrafnkelsdal, sem eftir allt saman reyndust ekki vera „beitarhúsa-
tættur". Ég heyrði líka í útvarpi stutt viðtal við Arna Hjartarson
jarðfræðing þar sem rætt var um halastjörnur, en það hafði verið háttur
hinna fornu, íslensku annála að geta þess ef „sén var Cómeta". Nýlega
höfðu svo þessar gömlu frásagnir annálanna verið bornar saman við
bestu erlendar heimildir frá þeim tíma og hafði sá samanburður staðist
býsna vel. Það má að vísu segja að þarna hafi verið um næstum samtíma
viðburði að ræða, en þó sýnir þetta bæði vísindalegan áhuga og aðgát
um rétta meðferð mála.
10Hjörtur Pálsson þýddi (Almenna bókafélagið 1984), bls. 285.