Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1990, Page 155

Skírnir - 01.04.1990, Page 155
SKÍRNIR NYTJASTEFN AN 149 þekkja víst manna best, að fóstureyðing hefur oft skaðleg áhrif á andlegt líf móður, hugsunin um barnið ásækir hana í svefni og vöku. Og enn er ekki nema hálf sagan sögð. Fóstureyðingar framkvæmdar í krafti nytjastefnu hlytu að gefa undir fótinn reglu sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: ‘Heimilt er að eyða ósjálfbjarga mannslífi éf sterkar líkur eru á að framhald þess leiði til meira böls en gleði’. En ég hygg að það blasi við um slíka reglu að það væri mannskemmandi að fylgja henni, þó ekki væri nema fyrir þá sök að hún gilti ekki aðeins um fóstur heldur líka (eins og Guðmundur benti á) um hvítvoðunga og raunar um alla sem af einhverjum ástæðum eru ósjálfbjarga. Reglan hefði með öðrum orðum alveg skelfilegt fordæmisgildi. Eina ráðið til varnar því væri að takmarka hana á einhvern hátt við fóstur, og draga þannig úr ótta þeirra sem komnir eru til vits og ára, en eins og getið var hér á undan stendur enn upp á talsmenn fóstureyðinga að benda á einhver skynsamleg mörk milli fósturs og persónu. A.m.k. þangað til slík mörk verða dregin er útilokað, samkvæmninnar vegna, að reglan gildi ekki um alla menn jafnt. Við sjáum því á endanum að sömu rök og notuð voru hér að framan gegn blóravandanum hrína á þeirri staðhæfingu að nytjastefnan sé nauðsynlega hliðholl fóstureyðingum. Hún þarf ekki að vera það vegna þess að svo virðist sem hin sterkustu nytjarök hnígi að þeirri niðurstöðu að dráp á ósjálfbjarga mannslífi skuli aldrei eða helst aldrei vera framkvæmt af siðuðu fólki. Mér hefur virst að nytjastefnan sé þeim mun kostauðugri kenning sem dýpra er í hana kafað. Eg lýsti yfir því í upphafi að ég væri ekki hreinræktaður nytjastefnumaður. Eg er það ekki þar sem ég tel að hamingja í hefðbundinni merkingu sé ekki tækt markmið siðlegrar breytni: til þess sé hún um of hendingum háð. Eg kysi að rjúfa tengsl hamingjunnar við ánægju og setja í hennar stað hið aristótelíska farsældarhugtsk (eudaimonia), vitandi um það að eitt er að hljóta, annað að njóta. Menn geta þannig verið ánægðir (‘sælir sem svín’) án þess að vera farsælir og einnig er hugsanlegt að menn njóti velfarnaðar án þess að ánægja fylgi endilega í kaupbæti. Til dæmis er sannleikurinn oft allt annað en ánægjulegur; en það þarf ekki að breyta því sem Steingrímur Thorsteinsson orti: Betri er sannleikur byrstur og grár En bláeyg lygi með glóbjart hár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.