Skírnir - 01.04.1990, Side 194
188
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
kemur að henni í blóðbaði þarsem hún hefur skorið Ástkæra á háls en
mistekst að deyða Denver — sem síðar sýgur brjóst hennar atað blóði Ást-
kærrar. I þessum atburði birtast þær svívirðilegu hörmungar ánauðarinnar
sem gera dauðann að betra hlutskipti, enda er hvíti maðurinn í augum Sethe
líkastur djöfli; samskipti hans við hina svörtu beinast öll að því að smána hina
síðarnefndu „svo að maður gleymdi hver maður var og gat ekki rifjað það
upp“ (229),3 einsog Sethe orðar það.
Frásagnarháttur sögunnar og formgerð eru margslunginn vefur sem ofinn
er úr ólíkum stefnum, hugmyndum og aðferðum. Auk hefðbundins raunsæis
og sálfræðilegs ber nokkuð á furðuraunsæi í suður-amerískum anda. En
uppistaða sögunnar er e.t.v. feminísk, því Sethe er í dæmigerðu kvenhlutverki
sem þræll, húsmóðir, móðir, útivinnandi kona og rúmfélagi. Saman við þessa
raunsæistóna er blandað sektarkennd Sethe ásamt þeirri kvenlegu tímaupp-
lifun sem felst í flæði, þótt allur tími virðist einnig greyptur í hvert augnablik,
eða mörg tímaferli fléttuð saman einsog þegar maður telur sig verða vitni að
einhverju en er í raun að rekast „inní minningu einhvers annars“ (40).
Hljómkviða textans og galdur eru nátengd þeim meginþætti í merkingar-
heimi sögunnar sem felst í tengslum persóna við náttúruna. I neikvæðum
skiiningi vekja þessi tengsl viðbjóð og uppreistarhug með Sethe þegar hún er
mæld hátt og lágt í þeim tilgangi að skipta eiginleikum hennar í mannlega og
dýrslega til að reikna út gildi hennar sem eignar. í jákvæðu ljósi gera þessi
tengsl Paul D hins vegar mögulegt að lesa innri mann fólks af ytra fasi þess,
einsog þegar hann kemur til Sethe í upphafi sögunnar og „nuddaði vanganum
við bak hennar og skynjaði þannig sorg hennar“ (24). Enn fremur má segja
að Sethe og Paul D séu getin til nýs lífs í samruna við sjálfa náttúruna: Paul
D eftir flóttann í gegnum jörðina, Sethe eftir fæðinguna í vatninu.
Því hefur reyndar oft verið haldið fram (svo mjög að það er orðið goðsaga)
að vegna sögu sinnar og eðlis séu svertingjar í náinni snertingu við náttúruna,
en Astkær sýnir glöggt að þessi goðsaga er bábilja því að þegar þau eru þrælar
er það meginverkefni þeirra í lífinu að klippa á alla snertingu við náttúruna,
sitt eigið eðli og sneyða sig öllum tilfinningum. Togstreitan á milli þessara
tveggja afla, náttúru og bæiingar, birtist m.a. í því hvernig Sethe færist í sífellu
undan að segja sögu sína, sem og í þeirri hvatvísi sem oft einkennir athafnir
hennar. Þessi togstreita leiðist iðulega út í órakennda fantasíu, hálfgerða
brenglun vitundarinnar einsog sjá má þegar Sethe rifjar upp örlagastundina
í lífi sínu, er nýi eigandinn kom að henni með dæturnar tvær:
Sethe vissi að hringurinn sem hún fór um herbergið, kringum hann,
kringum efnið, yrði ekki rofinn. [...] Vegna þess að sannleikunnn var
einfaldur [. . .] hún hafði setið á hækjum sér í garðinum og þegar hún
sá þá koma og þekkti hatt skólakennara, heyrði hún vængjaþyt.
Kólibrífuglar stungu oddhvössum nefjum sínum gegnum skupluna
3 Blaðsíðutöl I svigum aftan við tilvitnanir vísa ávallt til textans á því máli sem
tilvitnunin er á.