Skírnir - 01.04.1990, Page 197
SKÍRNIR SVART Á HVÍTU 191
opnar á vissan hátt leið til nýs frelsis fyrir bæði einstaklinginn og samfélag
svartra.
Af þessu leiðir að sagan er á sinn hátt leit að sjálfu máli svertingja og ekki
síst blökkukvenna, þ.e. máli sem hæfi reynslu þeirra - líkt og Svava ræðir um
varðandi konur. Sagan er skrifuð á tveimur málsniðum, svertingjamáli og
viðurkenndri ensku, en í lokin hafa þau bæði fjarlægst uppruna sinn og
mynda eiginlega þriðja málið sem hentar reynslu aðalsöguhetjunnar, Celiear.
Á sama hátt hefur staða hennar breyst svo að hún hefur þokast frá jaðri
menningarinnar að miðju hennar sem sjálfstæð manneskja á eigin forsendum.
Samtímis hefur afstaða karlveldisins og jafnvel karlveldið sjálft mildast. í lok
sögunnar verða því greinilegar sættir - á jafnréttisgrundvelli - þessara að því
er virtist ólíku og ósættanlegu sjónarmiða.
Úrkast
Það er mikilvægur þáttur í byggingu Purpuralitarins og áhrifamætti að allur
fyrri hluti hans samanstendur af bréfum frá Celie sem hún stílar til Guðs því
hún hefur engan annan að tala við með neinu móti. Ásamt ávarpinu er bréfa-
formið þannig hlaðið merkingu sem kemur jafnvel enn betur fram um miðbik
síðari hlutans þegar Celie finnur bunka af bréfum frá systur sinni, Nettie -
þeim bréfum stal eiginmaður Celiear og hélt frá henni í mörg ár. Eftir að hafa
lesið nokkur þeirra fer hún að stíla bréf sín til Nettiear og um stund lítur út
fyrir að um hrein bréfaskipti sé að ræða. I lokin finnast þær systur og Celie
skrifar aftur til Guðs, sem þá er reyndar orðinn annar en í upphafi.
Kveikjan að bréfaskrifum Celiear er það lost sem hún verður fyrir þegar
faðir hennar nauðgar henni 14 ára gamalli. Fyrstu bréfin snúast síðan um
framhald þeirrar valdbeitingar en ekki síður um sektarkennd Celiear og
tilraunir hennar til að breiða yfir sekt sína og skömm. Orðræða hennar
einkennist af veruleikalíkingu enda skrifar hún til að tala um raunveruleikann
„einsog hann er“ og gerir verkið þar með að raunsæilegri skáldsögu. Eftir því
sem líður á söguna lýsir hún upp æ stærri hluta af hinu svarta samfélagi, fyrst
í átthögum Celiear í Georgiuríki en síðan teygist sagan til Memphis, New
York, Englands og Afríku. Jafnframt fjölgar persónum: í upphafi er Celie svo
ein að Guð er hennar eini vinur og fyrirmynd en smám saman öðlast hún
fleiri, fyrst Nettie, síðan Shug og Sofiu og loks Nettie aftur, auk allra hinna
sem eru henni vörður fremur en fyrirmyndir á vegferð hennar til þess frelsis
sem framvinda sögunnar leiðir öll að. Kvenlegar vitundarmiðjur sögunnar,
fyrirmyndir til handa konum og raunsæilegt yfirbragð verksins gefa því
óneitanlega svip feminísks raunsæis, ekki síst þegar tillit er tekið til þess sigurs
sem kvenleikinn vinnur í bókarlok.
Sá sigur er nátengdur nauðguninni í upphafi og ekki síður þeirri
útþurrkun sjálfsins sem birtist í yfirstrikun orðanna „I am“ í upphafslínu
bókarinnar: „I am“ (3).6 Nauðgun, útþurrkun og lost. Svo grimmilegt sem
6 Alice Walker: The Color Purple, HarcourtBraceJovanovitch, NewYork 1983. Hér
er stuðst við útgáfu The Women’s Press, London 1983.