Skírnir - 01.04.1990, Síða 204
198
GARÐAR BALDVINSSON
SKlRNIR
helst á lögfræðimál); hér mætti því segja að þýðandinn sjálfur sitji í öndvegi
þess stigveldis sem ætti að miðast við merkingu texta.
Þýðanda tekst hins vegar oft ágætlega upp í bréfum Nettiear enda eru þau
á viðurkenndri staðal-ensku og gera því aðrar og „hefðbundnari" kröfur (sem
bókmenntahefð okkar á e.t.v. tilbúin svör við). Svo sem sést í dæminu hér á
eftir lítur þýðandinn þar jafnvel fram hjá einkennum úr svartri ensku („he
don’t“) og flytur mál Nettiear yfir í þýðingartextann á eðlilegt mál sem er
fullkomið að setninga- og málfræðilegri uppbyggingu, þ.e. „gott“ mál. Einnig
er athyglisvert hve miðmyndin „segist“ hljómar hér eðlilega, enda er hún í
einfaldri nútíð og samsvarar því frumtexta mun betur en í hinni flóknu setn-
ingu Celiear hér að framan. Textinn rennur lipurlega áfram og minnir á það
meginkeppikefli áhrifa-jafngildis að þýðingin gæti einmitt verið frumsaminn
texti:
I asked Samuel if he would visit you
and Mr._____ [. . .] But he says he
can’t risk putting himself between
man and wife, especially when he
don’t know them. (109)
Ég spurði Samuel hvort hann
mundi vilja heimsækja ykkur
Hr.___[. . .] En hann segist ekki
geta tekifrþá áhættu að setja sig upp
á milli eiginmanns og eiginkonu,
sérílagi þegar hann þekki þau ekki.
(122)
Tungumálamunurinn sýnir þannig og undirstrikar muninn á bakgrunni
þeirra systra, einkum hvað varðar menntun: Celie er ómenntuð kona sem
elur mestan sinn aldur í átthögunum og er innilukt í sínum svarta arfi sem
gerir hana ekki gjaldgenga í heimi hvíta mannsins. Nettie er hins vegar
menntuð kona sem ferðast um hálfan hnöttinn, hún kemst úr átthaga-
fjötrunum og getur skoðað eigin stöðu og Celiear úr fjarlægð og einnig lagt
mat á ýmislegt sem Celie er gjörsamlega hulið. Mál systranna endurspeglar
því stöðu þeirra fremur en vitsmuni, og kannski ekki síst sérstöðu svartra
gagnvart ríkjandi stöðu hvítra. I þýðingunni er staða Celiear hins vegar aldrei
túlkuð til hlítar. Þess í stað er hún gerð að eins konar furðuverki sem talar sitt
eigið tungumál, líkt og hún hafi aldrei lært að tala almennilega, ekki ósvipað
þeirri mynd af svertingjum sem dregin er upp útfrá stöðlum og viðmiðum
hvíta mannsins - sem eru veigamikið viðfangsefni allra þessara þriggja verka.
Slíkt málhelti kemur einnig fyrir í Ástkarri, þótt sjaldgæft sé, þegar
þýðandinn virðist ætla að líkja eftir stílbrögðum frumtextans eða endurskapa
setningagerð hans, með þeim afleiðingum að þýðingartextinn verður ekki
aðeins framandlegur heldur einnig beinlínis á röngu máli. Sem dæmi um þetta
mætti nefna það þegar Ástkær er látin segja: „Þín kona, lagaði hún aldrei á þér
hárið?“ (62) (á ensku: „Your woman she never fix up your hair?“ - 60) eða
þegar Paul D lendir í átökum við vofu Ástkærrar í upphafi sögunnar og
hrópar ögrandi á hana: „Þú vilt berjast!" (25) (á ensku: „You want to fight
[. . .]“ - 18). Jafnframt er enska 2. persónu fornafnið „you“, sem jafngildir
ópersónulega fornafninu „maður“ á íslensku, stundum fært beint yfir sem