Skírnir - 01.04.1990, Side 220
214
HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
merkingaraðskilnað fyrir íslenska notendur. Þessi skýringarorð eru þó oft
æði óskýr og gætu notendur lent í vanda þess vegna. Lýsingarorðið „myndar-
legur“ hefur skýringarorðið „gerðarlegur", og lýsingarorðið „álitlegur" hefur
skýringarorðið „gervilegur", en hvorugt skýringarorðanna er uppsláttarorð
í bókinni og bæði orðin eru þýdd „handsome".
Eitt skýringarorða við uppsláttarorðið „ás“ er „hæðarhryggur". Það er
hvergi að finna í orðabókum en hefur e.t.v. heyrst í veðurfregnum um allt
annað fyrirbæri. Skýringarorð við „þunnur" er „þunnlegur", sem hvergi er
að finna í orðabókum, né heldur í daglegum orðaforða. Það kann að vera um
prentvillu að ræða og ætti að standa „þunnleitur". Enn eitt dæmi er
skýringarorðið „ofsahreyfing" sem skýra á fyrstu merkingu orðsins
„umbrot", sem þar er þýtt „violent movement, convulsion". Orðið „ofsa-
hreyfing" er ekki til í helstu orðabókum. Þessi skýringarorð rugla íslenska
notendur frekar í ríminu en að þau hjálpi við merkingaraðgreiningu og
notkun. Orðin eru gamlir draugar úr öðrum orðabókum eða tilbúin orð eins
og reyndar oft hendir við samningu orðabóka.
Á tveim stöðum a.m.k. hefur merkingaraðgreining brugðist; „lifandi“ er
eingöngu þýtt með eftirfarandi tveimur orðum „alive, living“, en í Samheita-
orðabók11 er að finna eftirfarandi samheiti: „fjörugur, tjáningarfullur; kvikur,
á lífi, með lífi, lífs; lífrænn" og hitt dæmið er „bolla - 1. (matur) bun“, hér
vantar merkinguna „kjöt- eða fiskibolla“, og reyndar undir nýjum tölulið
„fitubolla“.
Einnig vill brenna við að í stað jafngildra orða séu gefnar skýringar, sem
gefa til kynna að bókin sé ætluð útlendingum til málskilnings á íslensku
fremur en fslendingum til málbeitingar á ensku; „mölbrjóta - smash to bits“,
„kófsveittur - dripping with sweat“, „mökkur - cloud of smoke“.
Lokaorð
fslensk-ensk orðabók Iðunnar er því miður ekki eins efnismikil og gera mætti
ráð fyrir af útliti bókarinnar, því af 536 bls. eru einungis um 470 bls. hið
eiginlega orðasafn. Miklu rými er eytt í greinargóðar skýringar á notkun
bókarinnar, kafli á ensku um íslenska málfræði tekur 15 bls., og auk þess er
að finna lista yfir íslenskar skammstafanir, sem sérstaklega er ætlaður ensku-
mælandi notendum. Af framansögðu er því ljóst að bókin er aðallega ætluð
enskumælandi fólki til skilnings á íslensku en íslenskum notendum lítið sinnt;
þó eru gefin upp bresk afbrigði við norðurameríska ensku, sem er þýðingar-
mál bókarinnar, og sem fyrr sagði er merkingaraðgreiningu sinnt fyrir
íslendinga.
Fjöldi uppsláttarorða er hvergi gefinn upp, sem er í hæsta máta undarlegt
á tölvuöld, bókin er prentuð á sannkallaðan jólabókapappír og er öll fremur
þanin. Þetta veldur því að bókin sýnist vera viðameira verk en raun ber vitni.
Svavar Sigmundsson. Islensk sambeitaoröabók. Reykjavík 1985.