Skírnir - 01.04.1990, Síða 237
SKÍRNIR
MILLI LJÓSS OG MYRKURS
231
hefur verið við „deconstruction" í bókmenntafræðunum en Paul de Man var,
að öðrum ólöstuðum, mikilvægasti kenningasmiður hópsins. Að honum
látnum kom svo afhjúpunin mikla, þ.e. að hann hefði verið blaðamaður á
stríðsárunum í Belgíu og skrifað grein þar sem fram komu nasísk viðhorf.
Hann var um tvítugt þegar þetta gerðist. Það var nóg sök til að amerískir
siðgæðishaukar vildu dæma allt hans lífsverk dautt og ómerkt. Peter Brooks
var einn af þeim sem skrifuðu honum til varnar - að gefnu tilefni.3
Þorgeir Þorgeirsson er skapmikill maður og þekktur fyrir bæði hvassa
tungu og hvassan penna. Hann er góður hlustandi en sjaldnast líður á löngu
áður en hann hlær í skeggið, segir sögu eða leikur hana og verður miðpunktur
umræðunnar. Hann reykir vindla, eins og Freud.
Peter Brooks er afar rólegur maður. Þá þrjá daga sem ég var með honum
á námskeiði uppi á norskum fjallstoppi, brosti hann sjaldan og hló aldrei.
Hann er líka fámáll, varfærinn í orðum og viturlegt það sem hann segir.
Manni hætti til að gleyma því að hann væri á staðnum. Hann reykir pípu, eins
og Sherlock Holmes.
Yfirvaldið
„Skýrslusögur", þ.e. skáldsögur byggðar á og unnar upp úr heimildum, voru
vinsæl bókmenntagrein í nágrannalöndum okkar á áttunda áratugnum.
Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson er eina skáldsagan á Islandi á þeim áratug
sem hægt er að flokka sem skýrslusögu.
Bókin segir frá tveimur sakamálum í Vestur-Húnavatnssýslu á fyrri hluta
aldarinnar sem leið, þ.e. ráni á bænum Múla og morðinu á Natan Ketilssyni.
Allar persónur bókarinnar eru sögulegar og í bókinni eru málsskjöl frá
réttarhöldunum notuð, orðaskipti eru tekin orðrétt upp og gangi mála fylgt
allnákvæmlega.
Ef Yfirvaldið er borið saman við málsskjölin má sjá hve fíngerð úrvinnsla
höfundarins er4; samtölin eru sviðsett þannig að það sem sagt er fær nýja
merkingu, verður tvírætt, verður jafnvel að öfugmælum. Það er horft á blauta
kúskinnskó bændanna og þaðan á leðurstígvél sýslumanns, sýslumaðurinn
snýr baki í vitnin, horfir fram hjá þeim og lætur eins og þau séu ekki til, horfir
út um gluggann o.s.frv. Allt þetta verða tákn í textanum, samhengi sem gefa
„raunverulegum tilsvörum“ vitnanna nýja merkingu. Persónur lýsa sjálfum
sér oft með því sem þær segja ekki, með ákveðnum viðbrögðum eða með því
3 Brooks skrifar: „In the light of that one unforgivable anti-Semitic article in Le Soir,
anyone who knew and admired Poul de Man, of course, wishes that he had made
a full disclosure. Though we may regret his silence, many of us would also wish to
testify that his life and character, as we knew them, suggested a complete
repudiation of the hateful things he wrote in a sordid time.“ The New York Times
Magazine, Aug. 1987.
4 Sjá formála og annað ítarefni í skólaútgáfu Kristjáns Jóhanns Jónssonar á
Yfirvaldinu, Iðunn 1980.