Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 11
Einar Sigurbjörnsson
„Heiðra skulum vér Herrann Krist“
Um jólasálm Lúthers
Inngangur
Frá árinu 2000 hef ég tekið þátt í norrænum rannsóknarhóp um sálma
Lúthers í lífí norrænna þjóða: „Luthers psalmer i de nordiska folkens liv.“
Verkefnið er á vegum Nordisk institut för hymnologi, skammstafað NORD-
HYMN. Ég sat sem fulltrúi íslands í stjómarnefnd verkefnisins en stjóm-
andi þess er Sven-Áke Selander, fyrrum prófessor í kennimannlegri guð-
fræði í Lundi.1 Verkefni þetta hefur notið styrks frá norrænu ráðherranefnd-
inni og er núna á lokastigi. Eftirfarandi grein er einn hluti rannsókna minna
á útgáfum á sálmum Lúthers á íslandi og guðfræðinni í sálmum hans og
þýðingum þeirra á íslensku og fjallar um jólasálm hans sem hefur verið í
nær öllum útgefnum sálmabókum á íslandi. Þessi sálmur er jólasálmurinn
Gelobet seist du, Jesu Christ. í öllum íslenskum sálmabókum hefur hann
haft sama upphaf: Heiðra skulum vér Herrann Krist og er í núgildandi
sálmabók nr. 86.
Sálmur Lúthers
Lúther samdi sálm þennan árið 1524.2 Hann er alls sjö vers. Fyrsta versið er
raunar eldra eða frá því á 14. öld:
Gelobet seist du, Jesu Christ,
dass du heute geboren bist,
von einer Jungfrau, das ist wahr,
des freuet sich der himmlisch Schar.
Kyrieleis!3
1 NORDHYMN var sett á laggimar árið 1993 og hefur dr. Pétur Pétursson prófessor setið í stjóm stofnun-
arinnar af fslands hálfu frá upphafi og hef ég verið varamaður hans.
2 WA 35, s. 147-148 og 434-435; Jenny 1985, s. 65 og 165nn. Þýski textinn er hér skráður eftir nútímaút-
gáfu í Bomkamm/Ebeling 1983, s. 231-232. Um sálminn sjá og Malling 1963, s. 257-263. Um íslenskar
útgáfur sjá, Páll Eggert Ólason 1924, s. 55, 70-71. Um íslenska sálmasögu sjá Páll Eggert Ólason 1924 og
Bjami Sigurðsson 1989, Einar Sigurbjömsson 1979 og Sigurjón Guðjónsson (ópr. handrit)
3 WA 35, s. 147 - stafsetning færð til nútímamáls.
9