Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 104

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 104
nýju varð til sú þörf að leita þeim grundvöllunar á landsvæði fjarri Róm á því tímabili þegar andstaða við kristindóminn var enn hluti af hugmynda- fræði Rómverja sem nærst hafði í skjóli forvera Konstantínusar á keisar- astóli. Eins og Konstantínópel varð ákjósanleg staðsetning hins veraldlega valds sökum hlutlausrar legu sinnar þá skorti borgina að sama skapi tengsl við kristnar hefðir til að verða á þeim tímapunkti ákjósanlegur staður fyrir frátekin minnismerki hinna kristnu trúarbragða (kirkja hinnar heilögu visku (.Hagia Sophiá) varð visssulega síðar slíkt tákn). í Jerúsalem sá Konstan- tínus á hinn bóginn kjörið tækifæri til að afla borginni nýs hlutverks á jörðu enda þótt enn væri undir sömu sól og sama mána. Staðsetning hins nýja helgidóms, sem fyrir valinu varð, er, eins og áður segir, fullkomin tilviljun. En takmarkinu var náð og fundinn og reistur minnisvarði um tilbúna helgi- dóma í borg og landi sem hlaut að helgast að sama skapi. í skjóli hins póli- tíska valds gat kristindómurinn í fyrsta sinn gert opinbera kröfu um minnis- merki sem reist væri á rústum meintrar grafar frelsarans í borginni Jerús- alem þar sem hugmyndafræði Gyðinga um hreinleika og vanhelgun áttu sér engin grið lengur. I stað þeirra hugmynda var komin sú sem beinlínis skap- aði helgi á grundvelli eignarhalds á meintu grafhýsi smiðssonarins frá Galíleu. Og þess konar helgi átti aðeins eftir að breiðast út um langan aldur kristinnar sögu í minnismerkjum um hina svo kölluðu postula og dýrlinga kirkjunnar allt til þessa dags eða hver gat att kappi við valdhafa og herstyrk sem nærðu og nærðust sjálfir af slíkri hugsun?.22 Heilagleiki og ofbeldi í ljósi slíkrar félagssögulegrar rannsóknar sem hér hefir verið heimfærð upp á meinta helgi borgarinnar Jerúsalem opinberast heilagleikinn á jörðu að vera ekki annað en tilbúinn staður í krafti hins pólitíska valds. Andspænis þeirri afhjúpun er þá gjarnt að höfða enn og aftur til hinnar frumspekilegu víddar sömu texta og hér hafa verið gerðir að umræðuefni. Heilagleikinn er þá heimfærður í orðsins fyllstu merkingu upp á veruleika sem ætlaður er að standi handan rúms og tíma. Fátt hefir reynst lífsseigara tæki í baráttu ofrík- isafla heimsins til að viðhalda völdum á jörðinni en einmitt þetta tilkall.23 í andstöðu við niðurstöður tilrauna til að skýra út fyrirbæri eins og hið heilaga á forsendum skynseminnar (sem er ekki lengur aðeins bundin við hugmyndir Platóns um andstæður mýtu og lógos) er enn og aftur höfðað til meintrar persónulegrar trúarlegrar reynslu í anda manna eins og Rudolf 22 Sbr. Smith, To Take Place , 77-79; Mack, Who Wrote the New Testament?, 225-239 23 Sjá t.d. Jacques Derrida, Wríting and Difference (ensk þýð. Alan Bass; With an Introudction and Additional Notes by Alan Bass; London & Henley: Routledge, 1978), 79-153 (kafli 4, “Violence and Metaphysics"). 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.