Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 115

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 115
um fátæklinga og bauð lærisveinum sínum slíkt hið sama.27 Þau fyrirmæli Krists tóku Benediktsmunkar sérstaklega til sín og helguðu einn kafla í reglum sínum viðmóti við gesti og gangandi: „Fátækum og pílagrímum ber að sýna sérstaka umhyggju því að það er í þeim, öðrum fremur, sem við tökum á móti Kristi.“28 Af þessu má álykta að kristbú hafi ekki síður dregið nafn sitt af því kristilega kærleiksverki sem þar átti að vinna en að Kristur hafi verið einn og óskoraður eigandi þeirra allra. Hér verður einnig að láta þess getið að Guðbrandur Jónsson prófessor taldi sig komast að þeirri nið- urstöðu að kristfé hefði í flestum tilvikum ekki verið gjafir til Krists eða ein- hvers dýrlings heldur „tryggingarframlög“ til að standa undir þeim kvöðum sem áskildar voru og fólust einkum í ferjuhaldi og fátækraframfærslu.29 Síðar á öldinni og nær örugglega þegar komið var fram á 13. öld virðist það hafa orðið regla, líkt og venja var um kristbú, að binda eignir til kirkna við nafngreindar persónur, guð og dýrlinga hans, einn eða fleiri. Kirkjur voru eftir það flestar kenndar við nafndýrling sinn og sem slíkar sagðar eig- endur fastra eigna og lausra. Dæmi um þetta er máldagi kirkjunnar undir Hrauni, þeirrar sömu og áður er getið, frá árinu 1397. Þar segir í upphafi: „Maríukirkja undir Hrauni á heimaland með gögnum og gæðum og Brúar- foss allan.“ Síðan tekur við upptalning á öðrum eignum kirkjunnar.30 Ekki verður fortakslaust fullyrt að María mey og móðir Guðs, fremur en kirkjan eða einhver annar, hafi verið eigandi heimalandsins undir Hrauni og annarra verðmæta sem tilgreind eru í máldaganum. A Eyri við Arnarfjörð var kirkja helguð Maríu og Pétri postula. Hún átti miklar eignir í föstu og lausu, reyndar ekkert í heimalandi að því er virðist. Þar var í förum skip sem í heimild frá 13. öld var eignað kirkjunni en ekki nafndýrlingum hennar.31 Hvað sem þessu líður verður ekki annað ráðið af heimildum en að dýrlingar hafi verið taldir eignarbærar persónur hvernig sem það var nákvæmlega hugsað og skilið á þessum tíma. Þessi ályktun verður ekki ein- ungis dregin af orðalagi máldaga heldur benda atburðir, þegar reyndi á eign- arréttinn, í sömu átt. Dæmin eru að vísu ekki mörg en hér verða tvö nefnd. í Þorgils sögu skarða segir frá því að eitt sinn hafi flokkur manna undir 27 Sjá t.d. Matteusarguðspjall 10.42; 25.35-36. 28 The Rule of Saint Benedict. Translated by Abbot Parry OSB. Leominster 1993 (1. útg. 1990), s. 83-84 (53. k.). 29 Guðbrandur Jónsson: „Um Kristfé, Kristfjárjarðir, sælubú og sælugjalir." Alþingistíðindi 1952. A. Þing- skjöl. Reykjavík 1953, s. 614. 30 íslenzkt fombréfasafn. 4. b. Kaupmannahöfn 1895, s. 183. Hér má einnig nefna að í Oddaverjaþætti er sagt frá því að Jón Loftsson (1124-1197) hafi ætlað að byggja klaustur á Keldum og gefa það Jóhannesi skírara (Biskupa sögur 1. b. (1858), s. 293 (sjá 13. nnigr.)). 31 Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Útg. Guðrún P. Helgadóttir. Oxford 1987, s. 43. íslenzkt fornbréfasafn 4, s. 145. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.