Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 47

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 47
Alexander segir frá móður sinni og löngun sinni til að færa henni fallega og gagnlega gjöf. Með erfiði og umhyggjusemi vann hann í garði aldraðrar móður sinnar. Garðurinn var kominn í órækt og hann langaði að gera hann fallegan. Þegar hann svo settist í stólinn hennar við gluggann til að líta á verk sitt sá hann hve afskræmdur og ljótur garðurinn var orðinn. Öll sjálf- sprottin fegurð náttúrunnar var horfm. Hér játar Alexander synd sína og menningar sinnar og þessi játning kallast á við einræðu hans þar sem hann situr inn á milli trjástofna snemma í myndinni og talar um synd nútíma- menningarinnar. Alexander stendur síðan undir krossi yfir rúmi Maríu og biður hana að bjarga, frelsa, að deyða ekki. Síðan renna þau Alexander og María saman í mýstísku sambandi í svífandi rúminu sem minnir á altari. Larson og Hammar benda á athyglisverða andstæðu milli Viktors, læknis- ins, sem gefur Adelaide, eiginkonu Alexanders róandi sprautu við tíðindin um kjarnorkustríðið. Hann verður tákn tækni- og framfarahyggju. Maríu lýsa þær á hinn bóginn sem hinu gagnstæða. Hjá henni hverfur yfirgangur hins vitsmunalega og vísindalega. Brúðkaup er haldið milli Krists og sálar- innar - Alexander er kominn til sjálfs sín, orðinn ímynd Guðs. Herbergi Maríu hefur nú fengið fjóra háa glugga eins og um kapellu væri að ræða og svífandi rúmið er altarið þar sem fórnin er undirbúin - brauð og vín andans. Þessi sýn Larson og Hammar dregur vel fram merkingu fómar Alexanders og tengir hana við kristið myndmál. Þær lýsa Maríu jafnframt sem lifandi Maríuíkoni og benda á öll trúarlegu táknin í húsi hennar.28 María verður þannig meðalgangari í að raungera frelsunarbæn og fóm Alexanders. Ottó lýsir Maríu sem norn í góðri merkingu þess orðs og vísar þannig til rússneskrar rótar orðsins norn, sem merkir „að vita“.29 Hún þarf því ekki nauðsynlega að búa yfir þeim eiginleikum sem venjulega eru tengdir við nornir. Framangreind túlkun getur því átt við góð rök að styðjast og er raunar rækilega studd þeim trúarlegu táknum sem sjást í húsi Maríu. Strax og komið er inn til hennar sést Jesúmynd á vegg með tilvitnun í sænska þýðingu á sálmi danska sálmaskáldsins Hans Adolfs Brorsons (1694-1764), Hinfegursta rósin erfundin. Sálmurinn líkir fæðingu Krists við rós á meðal þyma. Segja má að myndin sem dregin er upp í sálminum sé viss hliðstæða við málverk da Vincis, auk þess sem sálmurinn líkir dramblátum og hroka- fullum mönnum við þyma.30 Sú hugsun á sér samhljóm í þeirri gagnrýni Tarkovskys á hrokafulla tækni- og framfarahyggju nútímamenningarinnar sem endurspeglast í bæði einræðu og syndajátningu Alexanders í Fórninni. 27 Larson og Hammar, 1992, s. 134. 28 Larson og Hammar, 1992, s. 136. 29 Johnson & Petrie, 1994, s. 178. 30 Sálmabók íslansku þjóðkirkjunnar 2001, nr. 76. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.