Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 47
Alexander segir frá móður sinni og löngun sinni til að færa henni fallega og
gagnlega gjöf. Með erfiði og umhyggjusemi vann hann í garði aldraðrar
móður sinnar. Garðurinn var kominn í órækt og hann langaði að gera hann
fallegan. Þegar hann svo settist í stólinn hennar við gluggann til að líta á
verk sitt sá hann hve afskræmdur og ljótur garðurinn var orðinn. Öll sjálf-
sprottin fegurð náttúrunnar var horfm. Hér játar Alexander synd sína og
menningar sinnar og þessi játning kallast á við einræðu hans þar sem hann
situr inn á milli trjástofna snemma í myndinni og talar um synd nútíma-
menningarinnar. Alexander stendur síðan undir krossi yfir rúmi Maríu og
biður hana að bjarga, frelsa, að deyða ekki. Síðan renna þau Alexander og
María saman í mýstísku sambandi í svífandi rúminu sem minnir á altari.
Larson og Hammar benda á athyglisverða andstæðu milli Viktors, læknis-
ins, sem gefur Adelaide, eiginkonu Alexanders róandi sprautu við tíðindin
um kjarnorkustríðið. Hann verður tákn tækni- og framfarahyggju. Maríu
lýsa þær á hinn bóginn sem hinu gagnstæða. Hjá henni hverfur yfirgangur
hins vitsmunalega og vísindalega. Brúðkaup er haldið milli Krists og sálar-
innar - Alexander er kominn til sjálfs sín, orðinn ímynd Guðs. Herbergi
Maríu hefur nú fengið fjóra háa glugga eins og um kapellu væri að ræða og
svífandi rúmið er altarið þar sem fórnin er undirbúin - brauð og vín andans.
Þessi sýn Larson og Hammar dregur vel fram merkingu fómar Alexanders
og tengir hana við kristið myndmál. Þær lýsa Maríu jafnframt sem lifandi
Maríuíkoni og benda á öll trúarlegu táknin í húsi hennar.28 María verður
þannig meðalgangari í að raungera frelsunarbæn og fóm Alexanders.
Ottó lýsir Maríu sem norn í góðri merkingu þess orðs og vísar þannig til
rússneskrar rótar orðsins norn, sem merkir „að vita“.29 Hún þarf því ekki
nauðsynlega að búa yfir þeim eiginleikum sem venjulega eru tengdir við
nornir. Framangreind túlkun getur því átt við góð rök að styðjast og er
raunar rækilega studd þeim trúarlegu táknum sem sjást í húsi Maríu. Strax
og komið er inn til hennar sést Jesúmynd á vegg með tilvitnun í sænska
þýðingu á sálmi danska sálmaskáldsins Hans Adolfs Brorsons (1694-1764),
Hinfegursta rósin erfundin. Sálmurinn líkir fæðingu Krists við rós á meðal
þyma. Segja má að myndin sem dregin er upp í sálminum sé viss hliðstæða
við málverk da Vincis, auk þess sem sálmurinn líkir dramblátum og hroka-
fullum mönnum við þyma.30 Sú hugsun á sér samhljóm í þeirri gagnrýni
Tarkovskys á hrokafulla tækni- og framfarahyggju nútímamenningarinnar
sem endurspeglast í bæði einræðu og syndajátningu Alexanders í Fórninni.
27 Larson og Hammar, 1992, s. 134.
28 Larson og Hammar, 1992, s. 136.
29 Johnson & Petrie, 1994, s. 178.
30 Sálmabók íslansku þjóðkirkjunnar 2001, nr. 76.
45