Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 148
Það gæti haft einhver áhrif á samanburðinn milli áranna að hlutfall
aðspurðra sem svöruðu ekki var töluverður. I fyrri könnuninni, sem var
póstlistakönnun, var hlutfallið 1,0 % en í þeirri seinni, sem var símakönnun
varð það 29,1 %. Einnig hefur það skipt máli að í seinni könnuninni var ald-
urshópurinn 13-18 ára tekinn með (sjá neðar).
Sambandið milli aldurs og þess að biðja bænina Faðir vor var kannað
sérstaklega og það kom í ljós, ekki alveg á óvænt, að tölfræðilega marktæk
og jákvæð fylgni er þar á milli, sem sé, því eldra sem fólk er því oftar biður
það Faðir vor. Slík fylgni kom einnig fram í fyrri könnuninni (Bjöm
Bjömsson og Pétur Pétursson 1990:100)
Tafla 5. Biðja bænina Faðir vor eftir aldri, Gallup 2004. Prósentutölur.
13-17 18-24 25-34 35-44 45-54 55-75
n= 97 84 117 103 96 114
Daglega eða því sem næst 38,2 27,5 50,4 43,7 37,5 57,0
Mánaðarlega eða oftar 39,1 38,1 23,9 41,7 40,6 28,1
Sjaldnar 9,3 16,7 17,2 7,8 17,7 12,3
Aldrei 13,4 17,9 8,5 6,8 4,2 2,6
100 100 100 100 100 100
Ein undantekning er á jákvæðri fylgni milli bæna og aldurs (því eldri því
oftar beðið) í töflu 5 og það er að yngsti hópur svarenda, á aldrinum 13-17
ára, biður mun oftar þessa bæn en næstu aldurshópur fyrir ofan. Líklegt er
að við sjáum hér samverkandi áhrif bamatrúar og fermingar þar sem barn-
inu er kennt að fara með bænir og taka þátt í guðsþjónustum. Flest börn
virðast hafa góða reynslu af fermingarfræðslunni, hún er mörgum þeirra
minnistæð og margt virðist benda til þess að hún hafí áhrif og veki vissan
áhuga á trú, en það er mjög mismunandi hve varanleg þessi áhrif eru. Börn
á 14. ári hafa yfirleitt ekki náð að samþætta trú og umhugsun um trú vit-
rænni hugsun en líklegt er að fermingarfræðslan glæði og efli vissa þætti í
bamatrúnni. En þegar hin vitræna glíma við rök trúarinnar og táknheim
hennar hefst fyrir alvöru virðist eins og þessi fræðsla dugi flestum skammt
og áhugi á trú minnkar og þátttaka í helgihaldi og kristilegu safnaðarstarfi
einnig.
Tafla 5 sýnir að fólk á aldrinum 25-34 ára biður oftar bænina Faðir vor
en bæði næsti aldurshópur fyrir ofan og neðan og að fólk á aldrinum 45-54
ára biður sjaldnar en aldurshópamir fyrir ofan og neðan. Hér skal sett fram
sú tilgáta að fyrri hópurinn biðji oftar vegna þess að þar eru tiltölulega
146